Breytingar á vinnumarkaði kalla á viðbrögð Sigmundur Halldórsson skrifar 8. mars 2021 09:02 Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun