Breytingar á vinnumarkaði kalla á viðbrögð Sigmundur Halldórsson skrifar 8. mars 2021 09:02 Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun