Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elísabetu Hjaltadóttur, samskiptastjóra hjá Alvotech, systurfélagi Alvogen. Þar segir að ekki hafi verið leitað til Alvogen við vinnslu fréttar Markaðarins. Vísir sagði frá málinu í morgun.
Í tilkynningunni er vísað í tölvupóstsamskipti Alvogen og Tomas Ekman, stjórnarmanns hjá CVC, þar sem frétt Markaðarins er hafnað.
CVC sé ekki í miðju ferli að selja sinn hlut og sé sannanlega skulbundið fjárfestingu sinni í Alvogen og sömuleiðis Alvotech.