„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. mars 2021 11:39 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, merkir engan áhuga hjá ráðuneytinu að fjármagna kaup á nýju kerfi fyrir samræmdu prófin. Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27