Hinn þögli faraldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. mars 2021 13:00 Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á landi. Það sinnuleysi hefur leitt af sér skilningsleysi á afleiðingum hans, bæði innan velferðar- og menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum. Það er því ekki að undra að hann hafi verið kallaður, Hinn þögli faraldur. Í síðustu viku stóð ég fyrir sérstökum umræðum á Alþingi um endurhæfingarúrræði fyrir fólk með ákomin heilaskaða. Ég tel það brýnt og mikilvægt að ræða þessi mál. Sem betur fer hefur undanfarin misseri orðið þó nokkur vitundarvakning varðandi afleiðingar ákomins heilaskaða. Hér á landi hljóta árlega um 2000 manns heilaáverka, af þeim glíma 200-300 manns við langvarandi afleiðingar og fötlun af þeim sökum. Þá bætast við á ári hverju um 10 einstaklingar sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þörf er á átaki í forvörnum til þess að koma í veg fyrir slys sem þessi. Íþróttahreyfingin hefur hrint af stað átaki þar sem slagorðið er: Ekki harka af þér höfuðhögg! Þar er mælt er með að einstaklingar leiti strax til bráðamóttöku vegna þess að afleiðingarnar koma oft og tíðum fram síðar. Það þarf að bregðast við Heilaskaði getur haft víðtæk og truflandi áhrif á einbeitingu, minni, mál, persónuleika, tilfinningar, hegðun, hæfni til samskipta, innsæi, framtakssemi og geðslag. Önnur möguleg einkenni í kjölfar heilaskaða geta verið flog, skert hormónaframleiðsla, höfuðverkur, svimi, skert hreyfigeta, truflun á skyni og samhæfingu vöðva. Einstaklingar með heilaskaða og sérfræðingar á því sviði hafa haft uppi ákall síðustu ár að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum og efla sérhæfa íhlutun, meðferð og stuðning við þá sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaáverka. Hér á landi vantar sárlega heildstæða meðferð og endurhæfingaúrræði. Það eru fleiri sem sitja uppi með afleiðingarnar Þeir sem standa næst einstaklingi með ákominn heilaskaða, fjölskylda og vinir sitja einnig uppi með vanda og koma að lokuðum dyrum í samfélaginu. Heilaskaða getur fylgt geðræn vandamál, mörg heilsufarsleg vandamál og félagsleg einangrun. Þessir einstaklingar einangrast þegar þeir fá ekki hvorki meðferð né endurhæfingu. Auka þarf fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu hjá almenningi og innan heilbrigðisgeirans um afleiðingar ákomins heilaskaða. Eins og fyrr segir eru um 10 einstaklingar sem bætast við árlega sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þetta eru einstaklingar sem eiga í miklum félagslegum erfiðleikum, missa tengsl við fjölskylduna og oft eru fangelsin þeirra eina skjól. Við þekkjum flest sögu einstaklinga sem falla alls staðar á milli kerfa eftir áföll og ekkert úrræði virðist passa. Mál þessara einstaklinga falla bæði undir félagsleg úrræði sveitarfélaga, heilbrigðiskerfisins og menntakerfis. Flestir þessir einstaklingar eiga sér sögu innan lögreglunnar og búsetuúrræðin eru fá. Meðferðir hafa sýnt árangur Atferlistengd taugaendurhæfing hefur gefist vel erlendis og í því samhengi er hægt að horfa til Kanada. Þar er miðað við að endurhæfa færni og sjálfstjórn með það að markmiði að auka sjálfstæði og lífsgæði. Meðferðin felst í því að þjálfa þessa einstaklinga í félagslega viðeigandi hegðun með aðferðum atferlisgreiningar þannig að þeir geti lifað í sátt og samlyndi við aðra í samfélaginu. Við Háskóla Íslands er í bígerð að setja á fót þverfaglegt nám á MS stigi í endurhæfingavísindum sem ætlað er að taka á m.a. endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða. Það er mikilvægt að mennta upp starfsfólk sem vinnur með einstaklinga á öllum stigum og í allri þjónustu til þess að endurhæfa einstaklinga sem hafa orðið fyrir ákomnum heilaskaða. Það er mikilvægt fyrir líðan þeirra og aðstandanda og ekki síst heildarábati fyrir samfélagið allt. Við vitum hvað þarf að gera, nú þarf bara að stíga næstu skref. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á landi. Það sinnuleysi hefur leitt af sér skilningsleysi á afleiðingum hans, bæði innan velferðar- og menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum. Það er því ekki að undra að hann hafi verið kallaður, Hinn þögli faraldur. Í síðustu viku stóð ég fyrir sérstökum umræðum á Alþingi um endurhæfingarúrræði fyrir fólk með ákomin heilaskaða. Ég tel það brýnt og mikilvægt að ræða þessi mál. Sem betur fer hefur undanfarin misseri orðið þó nokkur vitundarvakning varðandi afleiðingar ákomins heilaskaða. Hér á landi hljóta árlega um 2000 manns heilaáverka, af þeim glíma 200-300 manns við langvarandi afleiðingar og fötlun af þeim sökum. Þá bætast við á ári hverju um 10 einstaklingar sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þörf er á átaki í forvörnum til þess að koma í veg fyrir slys sem þessi. Íþróttahreyfingin hefur hrint af stað átaki þar sem slagorðið er: Ekki harka af þér höfuðhögg! Þar er mælt er með að einstaklingar leiti strax til bráðamóttöku vegna þess að afleiðingarnar koma oft og tíðum fram síðar. Það þarf að bregðast við Heilaskaði getur haft víðtæk og truflandi áhrif á einbeitingu, minni, mál, persónuleika, tilfinningar, hegðun, hæfni til samskipta, innsæi, framtakssemi og geðslag. Önnur möguleg einkenni í kjölfar heilaskaða geta verið flog, skert hormónaframleiðsla, höfuðverkur, svimi, skert hreyfigeta, truflun á skyni og samhæfingu vöðva. Einstaklingar með heilaskaða og sérfræðingar á því sviði hafa haft uppi ákall síðustu ár að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum og efla sérhæfa íhlutun, meðferð og stuðning við þá sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaáverka. Hér á landi vantar sárlega heildstæða meðferð og endurhæfingaúrræði. Það eru fleiri sem sitja uppi með afleiðingarnar Þeir sem standa næst einstaklingi með ákominn heilaskaða, fjölskylda og vinir sitja einnig uppi með vanda og koma að lokuðum dyrum í samfélaginu. Heilaskaða getur fylgt geðræn vandamál, mörg heilsufarsleg vandamál og félagsleg einangrun. Þessir einstaklingar einangrast þegar þeir fá ekki hvorki meðferð né endurhæfingu. Auka þarf fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu hjá almenningi og innan heilbrigðisgeirans um afleiðingar ákomins heilaskaða. Eins og fyrr segir eru um 10 einstaklingar sem bætast við árlega sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda eftir heilaskaða. Þetta eru einstaklingar sem eiga í miklum félagslegum erfiðleikum, missa tengsl við fjölskylduna og oft eru fangelsin þeirra eina skjól. Við þekkjum flest sögu einstaklinga sem falla alls staðar á milli kerfa eftir áföll og ekkert úrræði virðist passa. Mál þessara einstaklinga falla bæði undir félagsleg úrræði sveitarfélaga, heilbrigðiskerfisins og menntakerfis. Flestir þessir einstaklingar eiga sér sögu innan lögreglunnar og búsetuúrræðin eru fá. Meðferðir hafa sýnt árangur Atferlistengd taugaendurhæfing hefur gefist vel erlendis og í því samhengi er hægt að horfa til Kanada. Þar er miðað við að endurhæfa færni og sjálfstjórn með það að markmiði að auka sjálfstæði og lífsgæði. Meðferðin felst í því að þjálfa þessa einstaklinga í félagslega viðeigandi hegðun með aðferðum atferlisgreiningar þannig að þeir geti lifað í sátt og samlyndi við aðra í samfélaginu. Við Háskóla Íslands er í bígerð að setja á fót þverfaglegt nám á MS stigi í endurhæfingavísindum sem ætlað er að taka á m.a. endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða. Það er mikilvægt að mennta upp starfsfólk sem vinnur með einstaklinga á öllum stigum og í allri þjónustu til þess að endurhæfa einstaklinga sem hafa orðið fyrir ákomnum heilaskaða. Það er mikilvægt fyrir líðan þeirra og aðstandanda og ekki síst heildarábati fyrir samfélagið allt. Við vitum hvað þarf að gera, nú þarf bara að stíga næstu skref. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun