Kosning þingkonu og umboð hennar til starfa Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:31 Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Norðvesturkjördæmi Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun