Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 09:37 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeildinni, fagna samþykkt aðgerðapakka Biden forseta í gær. Demókratar hafa nefnt pakkann „bandarísku björgunaráætlunina“. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi. Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira