Píratar til sigurs Magnús D. Norðdahl skrifar 12. mars 2021 11:31 Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Sjá meira
Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun