Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 19:21 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira