Átt þú von á barni? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:00 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun