Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 20:24 Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Mikil orka björgunarsveita- og lögreglumanna fór í það að koma fólki til hjálpar sem ætlaði sér að berja gosstöðvarnar augum í gærkvöldi og í nótt. Margir hverjir vanbúnir og ekki vanir fjallaferðum og veður tekið að versna. Björgunarsveitarmaður sem vaktaði svæðið í nótt og kom að björgun segir aðstæður hafa verið mjög varhugaverðar meðal annars vegna gasmengunar. „Maður sér bara svona bláa mekki yfir, svo breytist stöðugt um vindátt þarna þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel Þorsteinsson björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir hafi þurft að vísa fólki frá í morgun. Erlendur ferðamaður sem talinn var týndur í morgun og leitað var að meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar setti sig í samband við lögreglu þegar hann frétti af leitinni. Biðja fólk um að virða lokanir „Ég held að það hafi verið nærri hundrað sem björgunarsveitir og lögregla hafi verið að aðstoða í bílana sína,“ segir Bjargey Annelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í dag hafi verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu vegna hættu. „Það er bara lokað og við biðjum fólk um að virða það. Það er ekkert vit í að vera fara þarna núna. Það er hættulegt.“ Og þrátt fyrir þessi tilmæli í dag hefur fólk lagt leið sína að svæðinu. Jarðfræðingar sem unnið hafa í tengslum við gosið ætluðu að leggja leið sína á svæðið en festu bílinn utan vegar. Unnið er að því að gera fólki auðveldara fyrir að komast að gosstöðinni. Koma á upp bílastæðum við Ísólfsskála og þaðan verður styrsta og öruggasta leiðin að Geldingadal en björgunarsveitarmenn hófust handa við að stika upp leiðina við Nátthagakrika. Rétt er að geta þess að þegar svæðið er opið fyrir umferð verður fólk að búa sig vel. Nánast tómur lager eftir annasama helgi Umferð um Grindavík hefur stóraukist frá því að gosið hófst sem hefur haft mikil áhrif hjá þjónustu fyrirtækjum hér á svæðinu. „Það kemur auðvitað mjög mikið af fólki og við vorum vel undirbúin þegar þeta kom en það seldist mikið af vöru upp,“ segir Kári Steinsson, eigandi söluskálans í Grindavík. Hann segir lítið eftir af lagernum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir líklegt að fólk vilji koma að skoða gosið og að það verði vinsæll áfangastaður margra. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Því þurfi að stýra umferð á svæðinu og gera vel við gesti og ferðaþjónustu. „Við þurfum að passa upp á það að landinu verði ekki ofboðið og við þurfum að gæta þess að göngustígar verði afmarkaðir og að ekki sé verið að aka utan vega og svo framvegis. Ég er ekki í stakk búinn til þess að nefna það að hvernig það er best að fara að þessu en við munum láta okkar flottu ferðaþjónustuaðilum um að gera það,“ segir Fannar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. 22. mars 2021 06:44