Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 23:57 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30