Sleggjan á sóttkvíarhótelinu Halldóra Mogensen skrifar 8. apríl 2021 14:32 Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Það má segja að við Íslendingar höfum fengið hraðkúrs í slíkum vangaveltum á síðustu dögum í tengslum við hin margumtöluðu sóttkvíarhótel. Hugmyndin var að þau sem kæmu til landsins frá ákveðnum löndum, hvort sem það eru útlenskir ferðamenn eða íslenskar barnafjölskyldur, skyldu lokuð inni á hótelherbergi í fimm daga án útiveru. Þannig megi tryggja að kórónuveiran berist ekki út í samfélagið. Nauðsynlegt eða yfirdrifið? Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðið. Einhver telja það nauðsynlegt í baráttunni við veiruna á meðan önnur segja það ganga of langt. Verið sé að frelsissvipta fólk fyrir það eitt að hafa farið í flugvél, á þeim forsendum að annað fólk hafi svikist undan sóttkví í fortíðinni. Sem sagt að einhver svindli = engum er treyst. Svo er það jafnræðisreglan, sem segir að við að séum öll jöfn fyrir lögunum. Er eðlilegt að sum, sem eru búsett hér og hafa verið útsett fyrir smiti, megi afplána sóttkví heima hjá sér á meðan önnur í sömu stöðu skulu læst inni á hóteli og rukkuð fyrir sóttkvína? Er það sanngjarnt? Myndu slíkar reglur halda fyrir dómstólum? Á upplýsingafundi í dag kom fram að markmið sóttvarnaaðgerða hafi breyst. Nú sé ekki lengur ætlunin að „fletja kúrfuna“ og hlífa heilbrigðiskerfinu heldur að Ísland verði veirufrítt. Það hljómar eins og veruleg stefnubreyting sem hefur átt sér stað án lýðræðislegrar umræðu. Þetta nýja markmið varpar mögulega ljósi á það hvers vegna yfirvöld gripu til jafn afdrifaríks ráðs og frelsissviptingar, sem reyndist síðan vera ólögleg. Heilbrigðisráðherra segist núna vera að horfa til annarra úrræða í þessum efnum, en hvað er í boði? Þarf ráðherra að velja aðra sleggju? Aðrar leiðir eru mögulegar Ýmsum öðrum möguleikum í stöðunni hefur verið velt upp. Sóttvarnalæknir gerði það sjálfur á upplýsingafundi í dag og sagði að margt mætti gera í tengslum við aðgerðir á landamærunum. Stórauknar, tekjutengdar sektir við brotum gegn sóttkví gætu t.d. haft fælingarmátt, bæta mætti upplýsingagjöf og nú er rætt um handahófskennt eftirlit með þeim sem eru í sóttkví heima hjá sér. Ætla má að hættan á slíkri heimsókn hefði fælingarmátt, sérstaklega í samfloti með sektum sem bíta og heimild fyrir lögreglu til að þvinga brotlega í sóttvarnahús. Þessi leið myndi auðvitað kosta það að stjórnvöld þyrftu að hætta að vanfjármagna lögregluna svo hún geti ráðið mannskap í eftirlit - og ekki vantar atvinnuleitendur. Allt eru þetta vægari úrræði en fimm daga frelsissvipting á sóttkvíarhóteli og vel má ímynda sér enn fleiri útfærslur. Ef stjórnvöld myndu hlaupa til og leggja fram lagabreytingu um sóttkvíarhótel þyrftu þau að sýna fram á að ómögulegt sé að ná markmiðinu um örugga sóttkví með öðrum hætti en þvingaðri hótelvist. Píratar myndu velja opið samtal um markmið sóttvarnaraðgerða, kosti og galla hinna ýmsu aðgerða til að ná tilsettu markmiði og gagnsæi í ákvarðanatökunni, slíkt er í anda grunnstefnu Pírata. Þannig tryggjum við upplýsta ákvörðun og aukum líkur á sátt um niðurstöðuna. Það er því ekkert vit í leyndarhyggju stjórnvalda um sóttkvíarhótelin og kröfunni um að banna almenningi að sjá gögnin sem ákvörðunin grundvallaðist á. Áminning við erfiðar aðstæður Þessi skrif eru ekki svar við ákallinu um að stjórnvöld „geri það sem þarf“ í baráttu við veiruna. Þetta er áminning um þá skyldu sem hvílir á stjórnvöldum að gera aðeins það sem þarf til að ná markmiðinu. Skerða ekki stjórnarskrárbundin mannréttindi fólks ef hægt er að komast hjá því. Ganga ekki lengra en nauðsyn krefur til að ná árangrinum sem við viljum, það er hið margumtalaða meðalhóf. Að fullreyna vægari úrræði áður en gripið er til þeirra hörðustu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður viljum við búa í réttarríki sem virðir mannréttindi fólks. Í miðjum faraldri sem ógnar heilsu fólks er auðvelt að missa sjónar á því, en það er líka auðvelt að segjast standa með mannréttindum þegar reynir ekki á þau. Það er einmitt á erfiðum tímum sem reynir á mannréttindin, einmitt þá sem þeim er ætlað að setja valdinu mörk. Það þýðir þó ekki að heilsa og öryggi almennings séu andstæða réttarríkisins og réttinda. Þvert á móti eiga stjórnmálin stöðugt að leitast við að samtvinna þetta allt, en ekki sjálfkrafa velja sleggjuna þegar við gætum átt hamar í töskunni. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Það má segja að við Íslendingar höfum fengið hraðkúrs í slíkum vangaveltum á síðustu dögum í tengslum við hin margumtöluðu sóttkvíarhótel. Hugmyndin var að þau sem kæmu til landsins frá ákveðnum löndum, hvort sem það eru útlenskir ferðamenn eða íslenskar barnafjölskyldur, skyldu lokuð inni á hótelherbergi í fimm daga án útiveru. Þannig megi tryggja að kórónuveiran berist ekki út í samfélagið. Nauðsynlegt eða yfirdrifið? Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðið. Einhver telja það nauðsynlegt í baráttunni við veiruna á meðan önnur segja það ganga of langt. Verið sé að frelsissvipta fólk fyrir það eitt að hafa farið í flugvél, á þeim forsendum að annað fólk hafi svikist undan sóttkví í fortíðinni. Sem sagt að einhver svindli = engum er treyst. Svo er það jafnræðisreglan, sem segir að við að séum öll jöfn fyrir lögunum. Er eðlilegt að sum, sem eru búsett hér og hafa verið útsett fyrir smiti, megi afplána sóttkví heima hjá sér á meðan önnur í sömu stöðu skulu læst inni á hóteli og rukkuð fyrir sóttkvína? Er það sanngjarnt? Myndu slíkar reglur halda fyrir dómstólum? Á upplýsingafundi í dag kom fram að markmið sóttvarnaaðgerða hafi breyst. Nú sé ekki lengur ætlunin að „fletja kúrfuna“ og hlífa heilbrigðiskerfinu heldur að Ísland verði veirufrítt. Það hljómar eins og veruleg stefnubreyting sem hefur átt sér stað án lýðræðislegrar umræðu. Þetta nýja markmið varpar mögulega ljósi á það hvers vegna yfirvöld gripu til jafn afdrifaríks ráðs og frelsissviptingar, sem reyndist síðan vera ólögleg. Heilbrigðisráðherra segist núna vera að horfa til annarra úrræða í þessum efnum, en hvað er í boði? Þarf ráðherra að velja aðra sleggju? Aðrar leiðir eru mögulegar Ýmsum öðrum möguleikum í stöðunni hefur verið velt upp. Sóttvarnalæknir gerði það sjálfur á upplýsingafundi í dag og sagði að margt mætti gera í tengslum við aðgerðir á landamærunum. Stórauknar, tekjutengdar sektir við brotum gegn sóttkví gætu t.d. haft fælingarmátt, bæta mætti upplýsingagjöf og nú er rætt um handahófskennt eftirlit með þeim sem eru í sóttkví heima hjá sér. Ætla má að hættan á slíkri heimsókn hefði fælingarmátt, sérstaklega í samfloti með sektum sem bíta og heimild fyrir lögreglu til að þvinga brotlega í sóttvarnahús. Þessi leið myndi auðvitað kosta það að stjórnvöld þyrftu að hætta að vanfjármagna lögregluna svo hún geti ráðið mannskap í eftirlit - og ekki vantar atvinnuleitendur. Allt eru þetta vægari úrræði en fimm daga frelsissvipting á sóttkvíarhóteli og vel má ímynda sér enn fleiri útfærslur. Ef stjórnvöld myndu hlaupa til og leggja fram lagabreytingu um sóttkvíarhótel þyrftu þau að sýna fram á að ómögulegt sé að ná markmiðinu um örugga sóttkví með öðrum hætti en þvingaðri hótelvist. Píratar myndu velja opið samtal um markmið sóttvarnaraðgerða, kosti og galla hinna ýmsu aðgerða til að ná tilsettu markmiði og gagnsæi í ákvarðanatökunni, slíkt er í anda grunnstefnu Pírata. Þannig tryggjum við upplýsta ákvörðun og aukum líkur á sátt um niðurstöðuna. Það er því ekkert vit í leyndarhyggju stjórnvalda um sóttkvíarhótelin og kröfunni um að banna almenningi að sjá gögnin sem ákvörðunin grundvallaðist á. Áminning við erfiðar aðstæður Þessi skrif eru ekki svar við ákallinu um að stjórnvöld „geri það sem þarf“ í baráttu við veiruna. Þetta er áminning um þá skyldu sem hvílir á stjórnvöldum að gera aðeins það sem þarf til að ná markmiðinu. Skerða ekki stjórnarskrárbundin mannréttindi fólks ef hægt er að komast hjá því. Ganga ekki lengra en nauðsyn krefur til að ná árangrinum sem við viljum, það er hið margumtalaða meðalhóf. Að fullreyna vægari úrræði áður en gripið er til þeirra hörðustu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður viljum við búa í réttarríki sem virðir mannréttindi fólks. Í miðjum faraldri sem ógnar heilsu fólks er auðvelt að missa sjónar á því, en það er líka auðvelt að segjast standa með mannréttindum þegar reynir ekki á þau. Það er einmitt á erfiðum tímum sem reynir á mannréttindin, einmitt þá sem þeim er ætlað að setja valdinu mörk. Það þýðir þó ekki að heilsa og öryggi almennings séu andstæða réttarríkisins og réttinda. Þvert á móti eiga stjórnmálin stöðugt að leitast við að samtvinna þetta allt, en ekki sjálfkrafa velja sleggjuna þegar við gætum átt hamar í töskunni. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun