Breski tónlistarkennarinn Teitur Björn Einarsson skrifar 9. apríl 2021 08:31 Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Teitur Björn Einarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar