Dýrslega, fagra og villta Reykjavík - vertu alltaf svona! Líf Magneudóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 10:31 Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Loftslagsmál Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun