Nærvera í fjarverunni Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 9. apríl 2021 12:30 Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni. Í upphafi var félagið eingöngu opið konum í eigin atvinnurekstri en seinna var það einnig opnað fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu. Áherslur félagsins hafa breyst í gegnum tíðina rétt eins og það umhverfi sem konur í atvinnulífinu búa við. Frá því að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað hafa konur gert sig æ meira gildandi í ýmsum atvinnurekstri, í stjórnendastöðum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera auk þess sem þær hafa látið til sín taka í mun meiri mæli í stjórnmálum. Hlutfall kvenna á öllum þessum sviðum hefur farið vaxandi ár frá ári og sá raunveruleiki sem blasti við konum í atvinnulífinu fyrir öllum þessum árum síðan verður æ fjarlægari. Fjórða iðnbyltingin með öllum sínum tækniframförum sem tengjast gervigreind, sjálfvirknivæðingu og tilheyrandi samfélagsbreytingum hefur vissulega haft mikil áhrif á atvinnulífið á síðustu árum. Sú breyting hefur ekki aðeins náð til nýsköpunarfyrirtækja, heldur til samfélagsins alls. Frá því í febrúar 2020 hefur Covid-19 haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og umbylt atvinnulífshefðum og -menningu með öllum sínum rafrænu fundum, ráðstefnum og samskiptum. Í síkviku umhverfi er mikilvægt að grípa þau tækifæri sem þetta breytta umhverfi skapar og nýta þau til vaxtar. Þetta umbreytingatímabil hefur heldur betur haft áhrif á starf FKA á síðasta ári. Félag sem gengur út á tenglsamyndun, sýnileika og hreyfiafl var ekki undir það búið að 1200 félagskonur myndu sitja að mestu leyti hver í sínu horni í heilt ár án þess að mega hittast. En þó að við getum ekki haft stjórn á blessaðri veirunni þá höfum við val um viðbrögð okkar í aðstæðunum. Við höfðum val um að gefast ekki upp og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda viðburði og viðhalda félagsandanum með nýjum aðferðum. Á einni nóttu var fundin leið til að halda starfinu gangandi. Opnunarviðburður FKA breyttist úr hátíðlegri móttöku með veisluföngum, í samveru og útivist í Heiðmörkinni, þar sem mynduð var 200 metra löng keðja 100 kvenna í Búrfellsgjá sem tákn um samstöðu og einingu. Í stað Viðurkenningarhátíðar í Gamla bíó með 3-400 gestum var sendur út sjónvarpsþáttur til allra landsmanna á Hringbraut. Ráðstefnur voru færðar yfir á netið og félagskonur buðu í fyrirtækjaheimsóknir með opnum rafrænum heimboðum. Ýmsir fræðslufundir og samvera færðist á Teams og Zoom eða út undir bert loft eftir því sem hentaði. Með þessu móti fengu félagskonur um allt land og í raun allan heim tækifæri til virkrar þátttöku í starfi FKA. Það sem fram til þessa hafði ekki komið til álita reyndist á endanum þjappa okkur saman, var umhverfisvænt og alls kyns tillögur að nethittingum urðu að veruleika. Hægt er að fullyrða að samtal og jafnræði meðal félagskvenna hefur því aukist samhliða þeim áskorunum sem Covid-19 hefur fært okkur þó að auðvitað komi ekkert algjörlega í stað hefðbundinna samverustunda í raunheimum. Það er mín trú að minn mesti þroski og mikilvægasta reynsla hafi komið í gegnum erfið og óþægileg verkefni. Ég held að svo sé einnig í starfi FKA. Ég er sannfærð um að við munum nýta þann lærdóm sem við getum dregið af síðasta ári og fjölga tækifærum kvenna til að velja sjálfar hvaðan þær sækja viðburði á vegum félagsins. Í vikunni var t.d. hádegisverðarfundur þar sem ein félagskona kom úr Þykkvabænum og önnur frá Þýskalandi. Fjarlægðin var engin hindrun fyrir þessar konur til að taka virkan þátt í starfinu, enda ótakmarkað sætapláss á netinu og sviðið er okkar allra. Þann 17. apríl verður fyrsta sameiginlega ráðstefna landsbyggðadeilda FKA frá Vestur-, Norður- og Suðurlandi haldin rafrænt og eftir atvikum á Bifröst ef sóttvarnarreglur munu heimila það. Á ráðstefnunni, sem er opin almenningi, verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar undir yfirskriftinni „Ný heimssýn á nýju tímabili – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni“. Það má segja að þessi ráðstefna sé nokkurs konar afkvæmi Covid-19 og samstarfs landsbyggðadeildanna í tilefni af því og frábært dæmi um það hvernig ný tækifæri fæðast í breyttum aðstæðum. Þannig má með sanni segja að FKA hafi fengið tækifæri til að sýna kjark og þor til að laga sig að breyttum aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og auka samtakamátt þeirra á meðal. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni. Í upphafi var félagið eingöngu opið konum í eigin atvinnurekstri en seinna var það einnig opnað fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu. Áherslur félagsins hafa breyst í gegnum tíðina rétt eins og það umhverfi sem konur í atvinnulífinu búa við. Frá því að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað hafa konur gert sig æ meira gildandi í ýmsum atvinnurekstri, í stjórnendastöðum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera auk þess sem þær hafa látið til sín taka í mun meiri mæli í stjórnmálum. Hlutfall kvenna á öllum þessum sviðum hefur farið vaxandi ár frá ári og sá raunveruleiki sem blasti við konum í atvinnulífinu fyrir öllum þessum árum síðan verður æ fjarlægari. Fjórða iðnbyltingin með öllum sínum tækniframförum sem tengjast gervigreind, sjálfvirknivæðingu og tilheyrandi samfélagsbreytingum hefur vissulega haft mikil áhrif á atvinnulífið á síðustu árum. Sú breyting hefur ekki aðeins náð til nýsköpunarfyrirtækja, heldur til samfélagsins alls. Frá því í febrúar 2020 hefur Covid-19 haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og umbylt atvinnulífshefðum og -menningu með öllum sínum rafrænu fundum, ráðstefnum og samskiptum. Í síkviku umhverfi er mikilvægt að grípa þau tækifæri sem þetta breytta umhverfi skapar og nýta þau til vaxtar. Þetta umbreytingatímabil hefur heldur betur haft áhrif á starf FKA á síðasta ári. Félag sem gengur út á tenglsamyndun, sýnileika og hreyfiafl var ekki undir það búið að 1200 félagskonur myndu sitja að mestu leyti hver í sínu horni í heilt ár án þess að mega hittast. En þó að við getum ekki haft stjórn á blessaðri veirunni þá höfum við val um viðbrögð okkar í aðstæðunum. Við höfðum val um að gefast ekki upp og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda viðburði og viðhalda félagsandanum með nýjum aðferðum. Á einni nóttu var fundin leið til að halda starfinu gangandi. Opnunarviðburður FKA breyttist úr hátíðlegri móttöku með veisluföngum, í samveru og útivist í Heiðmörkinni, þar sem mynduð var 200 metra löng keðja 100 kvenna í Búrfellsgjá sem tákn um samstöðu og einingu. Í stað Viðurkenningarhátíðar í Gamla bíó með 3-400 gestum var sendur út sjónvarpsþáttur til allra landsmanna á Hringbraut. Ráðstefnur voru færðar yfir á netið og félagskonur buðu í fyrirtækjaheimsóknir með opnum rafrænum heimboðum. Ýmsir fræðslufundir og samvera færðist á Teams og Zoom eða út undir bert loft eftir því sem hentaði. Með þessu móti fengu félagskonur um allt land og í raun allan heim tækifæri til virkrar þátttöku í starfi FKA. Það sem fram til þessa hafði ekki komið til álita reyndist á endanum þjappa okkur saman, var umhverfisvænt og alls kyns tillögur að nethittingum urðu að veruleika. Hægt er að fullyrða að samtal og jafnræði meðal félagskvenna hefur því aukist samhliða þeim áskorunum sem Covid-19 hefur fært okkur þó að auðvitað komi ekkert algjörlega í stað hefðbundinna samverustunda í raunheimum. Það er mín trú að minn mesti þroski og mikilvægasta reynsla hafi komið í gegnum erfið og óþægileg verkefni. Ég held að svo sé einnig í starfi FKA. Ég er sannfærð um að við munum nýta þann lærdóm sem við getum dregið af síðasta ári og fjölga tækifærum kvenna til að velja sjálfar hvaðan þær sækja viðburði á vegum félagsins. Í vikunni var t.d. hádegisverðarfundur þar sem ein félagskona kom úr Þykkvabænum og önnur frá Þýskalandi. Fjarlægðin var engin hindrun fyrir þessar konur til að taka virkan þátt í starfinu, enda ótakmarkað sætapláss á netinu og sviðið er okkar allra. Þann 17. apríl verður fyrsta sameiginlega ráðstefna landsbyggðadeilda FKA frá Vestur-, Norður- og Suðurlandi haldin rafrænt og eftir atvikum á Bifröst ef sóttvarnarreglur munu heimila það. Á ráðstefnunni, sem er opin almenningi, verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar undir yfirskriftinni „Ný heimssýn á nýju tímabili – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni“. Það má segja að þessi ráðstefna sé nokkurs konar afkvæmi Covid-19 og samstarfs landsbyggðadeildanna í tilefni af því og frábært dæmi um það hvernig ný tækifæri fæðast í breyttum aðstæðum. Þannig má með sanni segja að FKA hafi fengið tækifæri til að sýna kjark og þor til að laga sig að breyttum aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og auka samtakamátt þeirra á meðal. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun