Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 10:11 Herflugmenn Taívan hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. EPA/RITCHIE B. TONGO Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli. Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli.
Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira