Hjá „kirkjunnar“ mönnum Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. apríl 2021 08:30 Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar