Veirutímar og hlutverk laga Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2021 07:30 „Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun