Er ég orðinn faðir dóttur minnar? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. apríl 2021 15:00 Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar