Græðum pening, bætum lífsgæði, drögum úr losun. Vandamál? Björn Teitsson skrifar 22. apríl 2021 10:31 Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Hjólreiðar Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar