„Þetta er fáránlegt prógramm“ Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 12:31 Guðmundur Guðmundsson er afar óhress með dagskrána sem EHF lagði fyrir íslenska landsliðið. Hann hefði frekar kosið að síðustu þrír leikir Íslands yrðu allir leiknir í Ísrael. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta er mjög erfitt. Við fáum ekki eina einustu æfingu með allt liðið og erum þar fyrir utan með marga nýja leikmenn,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fyrir síðustu þrjá leiki Íslands í undankeppni EM. Guðmundur er staddur í Ísrael og þegar Vísir ræddi við hann var hann á leið á einu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn við heimamenn annað kvöld. Þjálfarinn kvaðst hins vegar aðeins vera með átta leikmenn á æfingunni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Aðrir eru á leiðinni eða koma í nótt, vegna erfiðs ferðalags eftir að hafa verið að spila með félagsliðum sínum um helgina. Ísland mætir Ísrael ytra annað kvöld, Litáen í Vilnius á fimmtudagskvöld, og Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikið er svo þétt vegna þess að leikjum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Með sigri í öllum leikjunum endar Ísland fyrir ofan Portúgal, í efsta sæti undanriðilsins, sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Guðmundur segir það hins vegar afar krefjandi verkefni fyrir sig og sína menn að ná öllum sex stigunum sem í boði séu. Mikið um meiðsli og Elvar með veiruna „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið. Ofan á þetta bætast svo gríðarlega mikil forföll. Miðjumennirnir eru allir meiddir; Haukur [Þrastarson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Janus [Daði Smárason]. Arnór Þór er í einangrun, Elvar Ásgeirs var tekinn inn út af forföllum en er einnig úr leik því hann er með Covid. Elliði [Snær Viðarsson] er meiddur. Ólafur Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum því við vonumst til að hann geti spilað leikinn gegn Litáen. Það eru ansi margir leikmenn sem standa okkur ekki til boða,“ segir Guðmundur. Janus Daði Smárason er einn þeirra sem ekki geta spilað leikina vegna meiðsla.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Portúgal lengi að slíta sig frá Ísrael Ísrael hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2002 en er nú með níu leikmenn í sínum hópi sem spila með erlendum félögum, og vann til að mynda sigur gegn Póllandi í síðustu undankeppni EM. Liðið tapaði 31-22 gegn Portúgal í vetur en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum, segir Guðmundur: „Þeir mættu Portúgal í nóvember og voru lengi yfir, og leikurinn var í járnum í 48 mínútur í þeim leik, á heimavelli Portúgals. Þetta er hættulegur andstæðingur, sem spilar öðruvísi handbolta, og það þarf verulega að hafa fyrir þeim eins og Portúgalar fengu að kynnast þó að þeir hafi náð að skora mörg mörk í lokin.“ Íslendingar vildu að allir leikirnir yrðu í Ísrael Litáen er sömuleiðis varhugaverður andstæðingur að sögn Guðmundar sem ítrekar að ekkert megi út af bregða ætli Ísland ekki að missa toppsætið til Portúgals. Hann segist helst hafa kosið að leikirnir þrír yrðu allir spilaðir í Ísrael og HSÍ bað einnig um aðrar breytingar sem ekki fengust í gegn: „Litáen fékk leiknum við okkur flýtt. Sá leikur hefði að okkar mati átt að fara fram á föstudaginn. Við lögðum líka til að allir leikirnir yrðu bara spilaðir í Ísrael, í staðinn fyrir öll þessi ferðalög, en það var ekki vilji fyrir því. Þetta er staðan og við verðum bara að klára þetta verkefni. Við þurfum að gera mjög vel til að komast í gegnum þetta. Þetta eru þrjú löng ferðalög vegna leikjanna, og þrír leikir á sex dögum. Við þurfum að leggja af stað heim til Íslands frá Vilnius um miðja nótt fyrir síðasta leikinn, og fara í gegnum Riga og Kaupmannahöfn. Og við megum ekkert misstíga okkur í þessum leikjum til að við náum efsta sætinu.“ EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12 Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30 „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Guðmundur er staddur í Ísrael og þegar Vísir ræddi við hann var hann á leið á einu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn við heimamenn annað kvöld. Þjálfarinn kvaðst hins vegar aðeins vera með átta leikmenn á æfingunni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Aðrir eru á leiðinni eða koma í nótt, vegna erfiðs ferðalags eftir að hafa verið að spila með félagsliðum sínum um helgina. Ísland mætir Ísrael ytra annað kvöld, Litáen í Vilnius á fimmtudagskvöld, og Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikið er svo þétt vegna þess að leikjum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Með sigri í öllum leikjunum endar Ísland fyrir ofan Portúgal, í efsta sæti undanriðilsins, sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Guðmundur segir það hins vegar afar krefjandi verkefni fyrir sig og sína menn að ná öllum sex stigunum sem í boði séu. Mikið um meiðsli og Elvar með veiruna „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið. Ofan á þetta bætast svo gríðarlega mikil forföll. Miðjumennirnir eru allir meiddir; Haukur [Þrastarson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Janus [Daði Smárason]. Arnór Þór er í einangrun, Elvar Ásgeirs var tekinn inn út af forföllum en er einnig úr leik því hann er með Covid. Elliði [Snær Viðarsson] er meiddur. Ólafur Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum því við vonumst til að hann geti spilað leikinn gegn Litáen. Það eru ansi margir leikmenn sem standa okkur ekki til boða,“ segir Guðmundur. Janus Daði Smárason er einn þeirra sem ekki geta spilað leikina vegna meiðsla.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Portúgal lengi að slíta sig frá Ísrael Ísrael hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2002 en er nú með níu leikmenn í sínum hópi sem spila með erlendum félögum, og vann til að mynda sigur gegn Póllandi í síðustu undankeppni EM. Liðið tapaði 31-22 gegn Portúgal í vetur en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum, segir Guðmundur: „Þeir mættu Portúgal í nóvember og voru lengi yfir, og leikurinn var í járnum í 48 mínútur í þeim leik, á heimavelli Portúgals. Þetta er hættulegur andstæðingur, sem spilar öðruvísi handbolta, og það þarf verulega að hafa fyrir þeim eins og Portúgalar fengu að kynnast þó að þeir hafi náð að skora mörg mörk í lokin.“ Íslendingar vildu að allir leikirnir yrðu í Ísrael Litáen er sömuleiðis varhugaverður andstæðingur að sögn Guðmundar sem ítrekar að ekkert megi út af bregða ætli Ísland ekki að missa toppsætið til Portúgals. Hann segist helst hafa kosið að leikirnir þrír yrðu allir spilaðir í Ísrael og HSÍ bað einnig um aðrar breytingar sem ekki fengust í gegn: „Litáen fékk leiknum við okkur flýtt. Sá leikur hefði að okkar mati átt að fara fram á föstudaginn. Við lögðum líka til að allir leikirnir yrðu bara spilaðir í Ísrael, í staðinn fyrir öll þessi ferðalög, en það var ekki vilji fyrir því. Þetta er staðan og við verðum bara að klára þetta verkefni. Við þurfum að gera mjög vel til að komast í gegnum þetta. Þetta eru þrjú löng ferðalög vegna leikjanna, og þrír leikir á sex dögum. Við þurfum að leggja af stað heim til Íslands frá Vilnius um miðja nótt fyrir síðasta leikinn, og fara í gegnum Riga og Kaupmannahöfn. Og við megum ekkert misstíga okkur í þessum leikjum til að við náum efsta sætinu.“
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12 Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30 „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12
Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30
„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01