Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 12:47 Tæplega 2.600 íbúðir voru á byggingastigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Vísir/Magnús Hlynur Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess að nú sé mögulega verið að byggja umfram árlega þörf á íbúðamarkaði út frá mannfjöldaþróun. Eftirspurn hefur aðallega aukist eftir stærri og dýrari sérbýliseignum sem eru sjaldgæfari í byggingu. Framboð virðist vera gott miðað við þörf út frá mannfjölda Að mati hagfræðideildarinnar þurfa um 1.700 íbúðir að komast á það byggingastig að verða fokheldar (stig fjögur) á hverju ári til að viðhalda þörf miðað við stöðuga mannfjöldaaukningu. Samkvæmt Þjóðskrá komust yfir 3.000 íbúðir á það stig síðustu tvö ár og voru tæplega 2.600 íbúðir á stigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Framboð af íbúðum virðist því vera nokkurt um þessar mundir ef tekið er mið af þörf út frá mannfjölda. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Íbúðir sem náðu því stigi að verða fullbúnar (stig 7) í fyrra voru um 3.800 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2007, þegar þær voru tæplega 5.000 samkvæmt Þjóðskrá. Um síðustu áramót voru samtals 4.400 íbúðir í byggingu, óháð byggingarstigi, tæplega 2.800 þeirra í fjölbýli og um 1.600 í sérbýli. Hlutfall sérbýlis á meðal íbúða í byggingu hefur dregist saman á síðustu árum. Ekki taka allir undir þá ályktun Landsbankans að nóg sé byggt til að fullnægja þörfinni á næstunni. Til að mynda sögðu Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala það í febrúar að brýnt væri að auka byggingarframkvæmdir. Ella væri hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Þá sagði Seðlabankinn fyrr í apríl að hætta væri á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anni ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrt dæmi um að þörf og eftirspurn fari ekki alltaf saman „Heilt á litið er fjöldi íbúða sem er í byggingu nú örlítið minni en við höfum vanist á síðustu árum og dregst saman frá fyrra ári. Engu að síður er mjög mikið í byggingu, sér í lagi í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins í heild er nú talsverð,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fjöldi fullbúinna íbúða sem hefur skilað sér á markað árlega hefur að jafnaði verið um 2.000 talsins frá 2006 og var nær tvöfaldur sá fjöldi í fyrra. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur eftirspurn aukist talsvert á síðustu mánuðum og virðist vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir og sérbýli ef marka má gögn um hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði. „Það er þó erfitt að færa rök fyrir því út frá mannfjöldaþróun og þarfagreiningum að það sé mest þörf fyrir stærri íbúðir þar sem fjölskyldur hafa orðið minni. Þessi staða er því nokkuð skýrt dæmi um það að þörf og eftirspurn fara ekki alltaf saman.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess að nú sé mögulega verið að byggja umfram árlega þörf á íbúðamarkaði út frá mannfjöldaþróun. Eftirspurn hefur aðallega aukist eftir stærri og dýrari sérbýliseignum sem eru sjaldgæfari í byggingu. Framboð virðist vera gott miðað við þörf út frá mannfjölda Að mati hagfræðideildarinnar þurfa um 1.700 íbúðir að komast á það byggingastig að verða fokheldar (stig fjögur) á hverju ári til að viðhalda þörf miðað við stöðuga mannfjöldaaukningu. Samkvæmt Þjóðskrá komust yfir 3.000 íbúðir á það stig síðustu tvö ár og voru tæplega 2.600 íbúðir á stigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Framboð af íbúðum virðist því vera nokkurt um þessar mundir ef tekið er mið af þörf út frá mannfjölda. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Íbúðir sem náðu því stigi að verða fullbúnar (stig 7) í fyrra voru um 3.800 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2007, þegar þær voru tæplega 5.000 samkvæmt Þjóðskrá. Um síðustu áramót voru samtals 4.400 íbúðir í byggingu, óháð byggingarstigi, tæplega 2.800 þeirra í fjölbýli og um 1.600 í sérbýli. Hlutfall sérbýlis á meðal íbúða í byggingu hefur dregist saman á síðustu árum. Ekki taka allir undir þá ályktun Landsbankans að nóg sé byggt til að fullnægja þörfinni á næstunni. Til að mynda sögðu Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala það í febrúar að brýnt væri að auka byggingarframkvæmdir. Ella væri hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Þá sagði Seðlabankinn fyrr í apríl að hætta væri á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anni ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrt dæmi um að þörf og eftirspurn fari ekki alltaf saman „Heilt á litið er fjöldi íbúða sem er í byggingu nú örlítið minni en við höfum vanist á síðustu árum og dregst saman frá fyrra ári. Engu að síður er mjög mikið í byggingu, sér í lagi í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins í heild er nú talsverð,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fjöldi fullbúinna íbúða sem hefur skilað sér á markað árlega hefur að jafnaði verið um 2.000 talsins frá 2006 og var nær tvöfaldur sá fjöldi í fyrra. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur eftirspurn aukist talsvert á síðustu mánuðum og virðist vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir og sérbýli ef marka má gögn um hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði. „Það er þó erfitt að færa rök fyrir því út frá mannfjöldaþróun og þarfagreiningum að það sé mest þörf fyrir stærri íbúðir þar sem fjölskyldur hafa orðið minni. Þessi staða er því nokkuð skýrt dæmi um það að þörf og eftirspurn fara ekki alltaf saman.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59
Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43