Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Þessi flugfélög stefna á áætlunarflug til landsins í sumar og von á fleirum. Ragnar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. Óvenjumargar flugvélar eru væntanlegar til Íslands um helgina, sex á laugardag og níu á sunnudag. Þar á meðal er flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta, sem fljúga mun Covid-bólusettum bandarískum ferðamönnum til landsins. Delta flaug síðast til Íslands haustið 2019. Línur eru farnar að skýrast í flugmálum næstu mánuði. Reiknað er með að tíu til tuttugu flugfélög bjóði upp á áætlunarflug til Íslands í sumar að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Til samanburðar flugu 29 flugfélög hingað til lands þegar mest lét í júlí 2018, fyrir fall Wow air. En hvaða flugfélög eru á leiðinni? Enn er vissulega óvissa á mörkuðum en Icelandair, Lufthansa, Wizz Air og Air Baltic hafa verið með flug síðustu vikur og mánuði - og verða áfram. Þá hefja Delta og Vueling flug um helgina og Play og United Airlines hafa boðað flug í sumar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að flugáætlanir séu farnar að teiknast upp. Talsvert jákvæðari teikn séu nú á lofti en voru fyrir nokkrum vikum. „Og það má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hleypa hingað bólusettum ferðalöngum utan Schengen því nú erum við að sjá verulegan kipp í eftirspurn frá Bandaríkjunum sem við vonum að verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Hún vonar að framundan sé raunverulegt ferðamannasumar - en það velti allt á gangi bólusetninga. „Ef allt fer og gengur eins og við áætlum þá ætti þann 1. júlí að vera nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Óvenjumargar flugvélar eru væntanlegar til Íslands um helgina, sex á laugardag og níu á sunnudag. Þar á meðal er flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta, sem fljúga mun Covid-bólusettum bandarískum ferðamönnum til landsins. Delta flaug síðast til Íslands haustið 2019. Línur eru farnar að skýrast í flugmálum næstu mánuði. Reiknað er með að tíu til tuttugu flugfélög bjóði upp á áætlunarflug til Íslands í sumar að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Til samanburðar flugu 29 flugfélög hingað til lands þegar mest lét í júlí 2018, fyrir fall Wow air. En hvaða flugfélög eru á leiðinni? Enn er vissulega óvissa á mörkuðum en Icelandair, Lufthansa, Wizz Air og Air Baltic hafa verið með flug síðustu vikur og mánuði - og verða áfram. Þá hefja Delta og Vueling flug um helgina og Play og United Airlines hafa boðað flug í sumar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að flugáætlanir séu farnar að teiknast upp. Talsvert jákvæðari teikn séu nú á lofti en voru fyrir nokkrum vikum. „Og það má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hleypa hingað bólusettum ferðalöngum utan Schengen því nú erum við að sjá verulegan kipp í eftirspurn frá Bandaríkjunum sem við vonum að verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Hún vonar að framundan sé raunverulegt ferðamannasumar - en það velti allt á gangi bólusetninga. „Ef allt fer og gengur eins og við áætlum þá ætti þann 1. júlí að vera nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira