Ókeypis tíðavörur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2021 13:05 Tíðarvörunar verða ókeypis frá haustinu 2021 í Skagafirði fyrir ungmenni í sveitarfélaglinu. Aðsend Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti. Það var Álfhildur Leifsdóttir, sem situr í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir VG og óháð í minni hlutanum, sem lagði fram tillöguna í byggðarráði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Já, ég mætti á fund með nokkrum miðaldra karlmönnum í byggðarráði, sem tóku svona ljómandi vel í þetta drengirnir. Þeim þótti þetta bara jafn sjálfsagt og mér. Þetta er mjög gleðilegt en þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Tillagan kemur upphaflega frá fulltrúa í ungmennaráði á höfuðborgarsvæðinu, Sögu Maríu Sæþórsdóttur og svo var þetta tekið upp í nokkrum flokkum, meðal annars hjá Vinstri grænum í borginni, höfuðborginni núna í febrúar og samþykkt þar,“ segir Álfhildur. Álfhildur sem er grunnskólakennari á Sauðárkróki segir málefni tíðavara of mikið feimnismál. „Þetta er ekki alltaf tímasett hvenær stúlkur fara á blæðingar. Það getur aukið á kvíða í skólanum þegar þetta gerist fyrirvaralaust og það eru ekki tíðavörur meðferðis.“ Álfhildur segir að kostnaður sveitarfélagsins sé óverulegur vegna málsins, hér sé bara um sjálfsagða þjónustu að ræða. Hún hvetur þau sveitarfélög, sem eru ekki með ókeypis tíðavörur í dag fyrir sín ungmenni að drífa í því að koma því í gegnum stjórnkerfið. En eru unglingsstúlkur í Skagafirði ekki ánægðar með framtak sveitarfélagsins? „Jú, ég hugsa það, þetta verði bara þægilegra fyrir þær, að þetta sé svona sjálfsagt og feimnislaust aðgengi að þessu,“ segir Álfhildur alsæl með tillögu sína, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði. Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem lagði tillöguna fram um fríar tíðavörur fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.Aðsend Skagafjörður Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Það var Álfhildur Leifsdóttir, sem situr í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir VG og óháð í minni hlutanum, sem lagði fram tillöguna í byggðarráði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Já, ég mætti á fund með nokkrum miðaldra karlmönnum í byggðarráði, sem tóku svona ljómandi vel í þetta drengirnir. Þeim þótti þetta bara jafn sjálfsagt og mér. Þetta er mjög gleðilegt en þetta er þó ekki nýtt af nálinni. Tillagan kemur upphaflega frá fulltrúa í ungmennaráði á höfuðborgarsvæðinu, Sögu Maríu Sæþórsdóttur og svo var þetta tekið upp í nokkrum flokkum, meðal annars hjá Vinstri grænum í borginni, höfuðborginni núna í febrúar og samþykkt þar,“ segir Álfhildur. Álfhildur sem er grunnskólakennari á Sauðárkróki segir málefni tíðavara of mikið feimnismál. „Þetta er ekki alltaf tímasett hvenær stúlkur fara á blæðingar. Það getur aukið á kvíða í skólanum þegar þetta gerist fyrirvaralaust og það eru ekki tíðavörur meðferðis.“ Álfhildur segir að kostnaður sveitarfélagsins sé óverulegur vegna málsins, hér sé bara um sjálfsagða þjónustu að ræða. Hún hvetur þau sveitarfélög, sem eru ekki með ókeypis tíðavörur í dag fyrir sín ungmenni að drífa í því að koma því í gegnum stjórnkerfið. En eru unglingsstúlkur í Skagafirði ekki ánægðar með framtak sveitarfélagsins? „Jú, ég hugsa það, þetta verði bara þægilegra fyrir þær, að þetta sé svona sjálfsagt og feimnislaust aðgengi að þessu,“ segir Álfhildur alsæl með tillögu sína, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í byggðarráði. Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem lagði tillöguna fram um fríar tíðavörur fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.Aðsend
Skagafjörður Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira