Virkjum mannauðinn betur Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. En það sem við erum góð í er misvel metið í samfélaginu. Þeir sem eru til dæmis góðir í fótbolta fá mikið lof og athygli fyrir það, verða stundum atvinnumenn í fótbolta og fá vel greitt fyrir þessa hæfni sína. Sumir eru góðir í að skrifa bækur og öðlast ákveðna viðurkenningu fyrir ritsnilld sína og svo eru aðrir góðir í að nota samfélagsmiðla og verða áhrifavaldar. Þrátt fyrir mismunandi styrkleika okkar virðast þeir ekki allir vera jafn mikils metnir. Þeir sem eru góðir í að hlusta á aðra og styðja í erfiðleikum fá yfirleitt ekki verðlaun fyrir það og þeir sem eru góðir í að mæta dags daglega í vinnuna og sinna henni af heilum hug fá ekki endilega hrós og umbun fyrir sín störf. Þar sem styrkleikar okkar eru misjafnlega vel metnir er sú hætta fyrir hendi að við missum af mikilvægum mannauði. Það sama má segja um allan þann mannauð sem býr á meðal öryrkja þessa lands. Því miður hefur öryrkjum vegna geðræns vanda aukist á undanförnum árum og er það mikið áhyggjuefni að andleg heilsa okkar fari versnandi. Við þurfum að staldra við og velta fyrir okkur hvað það er sem veldur aukinni vanlíðan og hverju þarf að breyta í samfélaginu til að sporna við því. Í starfshópi sem ég leiddi á vegum félags- og barnamálaráðuneytisins um samfélagslega virkni einstaklinga með geðrænan vanda skiluðum við tillögum um samþættingu kerfa, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu og virkniúrræða. Lagt var til að hugað yrði markvisst að því að virkja þennan hóp fólks með fjölbreyttum virkniúrræðum og þeim skipaður tengiliður til að halda utan um stöðu þeirra og líðan. Allt með það að markmiði að mannauður sem flestra fái sem best notið sín. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú hrundið í framkvæmd sambærilegum tillögum í málefnum barna en nú er komið að því að huga að öryrkjunum. Langflestir vilja leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og finna að þeirra framlag sé metið. Við þurfum því að taka miklu betur utan um öryrkja og styðja þá við að ná virkni á ný. Við þurfum að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti þeim stuðning við hæfi og þau úrræði sem þeim standa til boða sé af fjölbreyttum toga í samræmi við hvaða mannauð hver og einn býr yfir. Með mismunandi styrkleikum okkar sköpum við margbreytilegra samfélag sem er okkur öllum til heilla. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun