Segjum upp hörmungarsamningnum! Guttormur Þorsteinsson skrifar 5. maí 2021 08:01 Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hernaður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar