Vor að hörðum vetri loknum Kolbrún Birna Bjarnadóttir og Valur Ægisson skrifa 11. maí 2021 10:01 Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Valur Ægisson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun