Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. maí 2021 17:10 Advania dró regnbogafánann að húni við Höfða þegar Mike Pence heimsótti húsið. visir/Vilhelm Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986. Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986.
Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34