Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 20:01 Fálkinn er einstakur og fágætur fugl, og því eftirsóttur víða. Getty Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá. Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn. Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn.
Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira