Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 20:01 Fálkinn er einstakur og fágætur fugl, og því eftirsóttur víða. Getty Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá. Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn. Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn.
Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira