Tölum um gæði Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa 18. maí 2021 10:31 Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun