Tölum um gæði Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa 18. maí 2021 10:31 Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar