Hér að neðan má horfa á þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni, þar sem Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við sérfræðinga sína, þær Sunnevu Einarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur, um einvígi Vals og Fram, og KA/Þórs og ÍBV.
KA/Þór tryggði sér oddaleik gegn ÍBV með 24-21 sigri í Eyjum í gærkvöld, þar sem magnað mark Rakelar Söru Elvarsdóttur undir lok leiks var mikill vendipunktur, að mati sérfræðinganna.
Valur sópaði hins vegar Fram úr keppni með 24-19 sigri á Hlíðarenda, þar sem frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri heimakvenna.
Það ræðst á laugardaginn hverjar verða andstæðingar Vals í úrslitunum, þegar KA/Þór og ÍBV mætast á Akureyri í oddaleik.