Langþreyttir flugmenn Landhelgisgæslunnar Jakob Ólafsson skrifar 2. júní 2021 12:01 Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun