Við tökum barnaníð alvarlega Þóra Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:00 Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar