Við tökum barnaníð alvarlega Þóra Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:00 Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessari breytingatillögu og hvetja Alþingi til að tryggja að hún verði að lögum. Í frumvarpinu kemur fram ný skilgreining á barnaníð, það er myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni eða sýnir barn á kynferðislegan hátt. Barnaheill vilja koma því á framfæri að samtökin telja notkun orðsins „misnotkun“ óeðlilega og hvetja til þess að því verði sleppt og orðið „misbeiting“ verði notað í staðinn. Orðið misnotkun á barni gefur til kynna að það sé til einhver notkun á barni sem sé eðlileg og réttlætanleg fyrst hægt sé að „mis“nota það. Að mati Barnaheilla er það ekki í samræmi við Barnasáttmálann að réttlætanlegt sé að börn séu notuð í nokkrum tilgangi en í sáttmálanum er kveðið á um að barn sé sjálfstæður einstaklingur með sín eigin mannréttindi. Börn geta verið þátttakendur, en við notum þau aldrei, frekar en nokkurn annan einstakling. Eðlilegra er því að mati samtakanna að orðið misbeiting verði notað í barnaníðsákvæðinu. Barnaheill hafa frá árinu 2001 rekið Ábendingalínu (https://www.barnaheill.is/is/abendingalina) um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Samtökin eru þátttakendur í regnhlífasamtökum ábendingalína um heim allan, INHOPE, sem vinna gegn útbreiðslu kynferðisofbeldis gegn börnum á neti. Þá bjóða Barnaheill upp á öflugt forvarnaverkefni, Verndarar barna, gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því má segja að forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum séu samtökunum hjartans mál. Barnaheill telja eðlilegt að kveðið verði á um að barnaníðsbrot muni varða allt að 6 ára fangelsi ef brot telst stórfellt. Þó benda samtökin á að eðlilegt er og mikilvægt að hvert mál sé skoðað með það fyrir sjónum hvort hinn grunaði hafi átt þátt í að brot hafi verið framið gegn barni. Þannig eru til mál þar sem einstaklingar panta kynferðisofbeldi gegn barni á neti í beinu streymi, gegn greiðslu. Því er réttast að miða við að ef að slík mál koma inn á borð lögreglu hér á landi þá verði ákært fyrir þau sem hlutdeild í nauðgun á barni. Eftirspurn eftir barnaníðsefni stuðlar að því að börn séu beitt kynferðisofbeldi. Því er ábyrgð þess sem sækist eftir að fá sent barnaníðsefni til sín eða leitar að því á netinu og halar niður, mikil og alvarleg og í raun hlutdeild í því að brotið er kynferðislega gegn barni. Sá sem tekur þátt í og viðheldur dreifingu á barnaníðsefni á netinu er í raun að kalla eftir því að nýtt barn verði beitt kynferðisofbeldi og ber því ríka ábyrgð gagnvart því barni. Sá sem greiðir fyrir aðgang að slíku efni fremur enn alvarlegra brot eins og áður var nefnt, og sýnir slíkan ásetning að meta ætti slíkt til enn þyngri refsingar. Framleiðsla á barnaníðsefni er oft skipulögð brotastarfsemi og rekin í hagnaðarskyni. Oft eru börn beitt mansali og gerð út sem kynlífsþrælar og gerð út í ágóðaskyni með því að myndefni af þeim er dreift á netið. Þannig geta þau þurft að upplifa síendurtekið brot við það að brotin gegn þeim lifa áfram á netinu. Vinna þarf skipulega gegn því að brot sem þessi séu umborin á Íslandi, þ.e. að frá Íslandi sé eftirspurn eftir barnaníðsefni. Gera þarf lögreglu og ákæruvaldi kleift að rannsaka hugsanleg brot í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. með forvirkum aðgerðum og koma í veg fyrir frekari dreifingu myndefnis sem sýnir kynferðisbrot gegn börnum. Því ber að fagna að samfélagsleg meðvitund sé að breiðast út um tilveru og alvarleika kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á neti, eða barnaníðs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þótt kynferðislegt áreiti eða tæling gagnvart börnum á neti séu talin vægari brot eru þau líka alvarleg brot gegn börnum og geta verið undanfari líkamlegs kynferðisofbeldis, eða barnaníðs. Sú meðvitund sem virðist aukast hratt um þessar mundir um alvarleika og umfang kynferðisofbeldis gegn börnum á neti, birtist meðal annars með umræddu frumvarpi dómsmálaráðherra, en einnig með aðgerðum Ríkislögreglustjóra til að vinna gegn kynferðislegu og stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi sem nýlega voru kynntar. Meðal þeirra aðgerða sem Ríkislögreglustjóri ætlar að ráðast í er að koma á samstarfi um aldursmiðaða fræðslu og forvarnir til að styrkja kynferðislega friðhelgi einstaklinga, ráðast í úrbætur innan réttarvörslukerfisins sem og að koma aðstoð við brotaþola í skýrari farveg. Barnaheill fagna þessum tillögum og eru sem fyrr boðin og búin að taka þátt í og styðja við allar umbætur kerfisins til að vinna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Barnaheill byggja allt sitt starf á Barnasáttmálanum og leggja ríka áherslu á rétt barna til að verndar gegn því að verða beitt ofbeldi. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun