Skilorðsbundin lífshætta Flosi Eiríksson skrifar 10. júní 2021 13:01 Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Húsnæðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar