Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 21:01 Joe og Jill Biden við messu í Matthíasardómkirkjunni í Washington-borg daginn sem hann tók við embætti forseta. Biskupar kaþólsku kirkjunnar vilja geta neitað honum að ganga til altaris vegna afstöðu hans til þungunarrofs. AP/Evan Vucci Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs. Tillagan sem biskupastefna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum samþykkti með afgerandi meirihluta á föstudag snýst um að samdar verði leiðbeiningar um altarissakramentið, eitt af sjö sakramentum kaþólsku kirkjunnar. Íhaldssamir biskupar lögðu tillöguna fram til höfuðs Biden og öðrum stjórnmálamönnum og þekktum einstaklingum sem styðja stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Afar ólíklegt er að biskupunum verði að vilja sínum þegar uppi er staðið. Til þess að breytingarnar nái í gegn þarf annað hvort samhljóða samþykki þeirra allra eða stuðning tveggja af hverjum þremur auk vilyrði Páfagarðs að öðrum kosti. Hvorugt er talið mögulegt, að sögn New York Times. Þrátt fyrir það þykir samþykktin sæta tíðindum enda hunsuðu bandarísku biskuparnir hvatningu frá Frans páfa, sem er að nafninu til óskeikull leiðtogi kirkjunnar og fulltrúi guðs kaþólskra manna á jörðinni, um að hafna tillögunni. „Þeir sem gegna leiðtogahlutverki hafa sérstökum skyldum að gegna vegna þess hvað þeir eru áberandi opinberlega,“ sagði Kevin Rhoades, biskup í Indiana og formaður kennisetninganefndar biskupastefnunnar, eftir samþykktina. Hann er einn leiðtoga hreyfingar íhaldsmanna í kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum. Biden, sem er trúrækinn kaþólikki, hefur lítið viljað tjá sig um samþykktina og lýst henni sem „einkamáli“ sem hann telji að verði ekki að veruleika. Hann mætir reglulega í messu og erkibiskupinn í Washington-borg hefur þegar tekið af tvímæli um að honum verði ekki meinað um að ganga til altaris þar. Forsetinn hefur sagst persónulega andvígur þungunarrofi en að hann vilji ekki þvinga þeirri skoðun sinni á landsmenn sem eru á öndverðum meiði. Stuðningsfólk réttarins til þungunarrofs hafa tekið nokkrum forsetatilskipunum Biden sem sigri fyrir sig. Kevin Rhoades, biskup í Fort Wayne-South Bend í Indiana og formaður kennisetninganefndar kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum.AP/Biskupastefna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum Birtingarmynd flokkadrátta í bandarísku samfélagi Að tillaga sem gæti leitt til þess að forseta Bandaríkjanna og þekktasta kaþólikka landsins verði synjað um altarisgöngu hafi verið samþykkt á biskupaþinginu er sagt til marks um þá heiftúðugu skautun sem hefur orðið í bandarísku samfélagi undanfarin ár og áratugi. New York Times segir að hægrimönnum innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hafi vaxið ásmegin í forsetatíð Donalds Trump, forvera Biden í embætti. Hreyfing þeirra hefur lítinn áhuga á að fylgja áherslum Frans páfa í Róm á mannréttindi innflytjenda, fátækt og loftslagsbreytingar. Sex af hverjum tíu hvítum kaþólikkum í Bandaríkjunum eru nú skráðir í Repúblikanaflokk Trump en þeir voru fjórir af hverjum tíu árið 2000 samkvæmt könnun Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar. Repúblikanaflokkurinn berst fyrir takmörkun eða afnámi á rétti kvenna til þungunarrofs og var, líkt og kaþólska kirkjan, andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra á sínum tíma. Frans páfi hefur ekki tjáð sig um samþykkt bandarísku biskupanna. Það eitt og sér er sagt lýsandi fyrir hversu mikið kaþólsku biskuparnir í Bandaríkjunum hafa vikið frá stefnu páfans í Róm. Það sé ekki lengur í frásögu færandi að bandarískir kaþólikkar láti sig mótbárur Páfagarðs engu varða. Hafna því að tillagan tengist væntanlegum kosningum Umræður biskupanna fyrir atkvæðagreiðsluna um tillöguna á þinginu eru sagðar hafa verið heitar. Stuðningsmenn hennar sögðu nauðsynlegt að samþykkja breytingar á trúarlegum stoðum altarisgöngunnar vegna aðgerða Biden til að verja rétt kvenna til þungunarrofs. Minnihluti biskupanna varaði á móti við því að stjórn kirkjunnar virtist flokkspólitísk á sama tíma og hatrammar deilur einkenna stjórnmálalíf landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Í sama streng tekur David Campbell, prófessor í stjórnmálafræði við Notre Dame-háskóla. Samþykkt biskupanna fyrir helgi endurspegli að sömu átakalínur séu innan kaþólsku kirkjunnar og í bandarísku samfélagi almennt. „Því meiri athygli sem biskuparnir eyða í spurninguna um altarisgöngu, því meira skynjar fólk kirkjuna sem hluta af pólitískri baráttu sem eykur hættuna á að sumir kaþólikkar hrökklist burt,“ segir Campbell. Sumir biskupanna sem voru mótfallnir tillögunni umdeildu ýjuðu að því að asinn við að samþykkja hana á biskupastefnunni nú tengdist kosningum á næstu árum. Með henni fengju íhaldsmenn tól til þess að berja á frambjóðendum Demókrataflokksins sem styðja rétt til þungunarrofs. „Ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hvort að árin 2022 og 2024 tengist þessum flýti,“ sagði Robert M. Coerver, biskup í Lubbock í Texas og vísaði til þing- og forsetakosninga sem fara fram þessi ár. Rhoades, formaður kenninsetninganefndarinnar, hafnaði því að tillagan hefði nokkuð með kosningarnar að gera. Wilton Gregory, erkibiskup í Washington-borg, hefur þegar sagt að Biden forseti verði áfram velkomið að ganga til altaris í kirkjum í höfuðborginni.AP/Alex Brandon Meirihluti kaþólikka styður rétt til þungunarrofs Harðlínustefna biskupanna virðist minnihlutaskoðun á meðal bandarískra kaþólikka. Í könnun Pew sögðust 56% kaþólikka telja að þungunarrof ætti að vera löglegt í flestum eða öllum ríkjum Bandaríkjanna og 67% að Biden ætti að fá að ganga til altaris. Augljósir flokkadrættir voru þó í spurningunni um hvort að meina ætti forsetanum að ganga til altaris. Þannig sögðust 55% kaþólikka sem telja sig repúblikana að Biden ætti ekki að fá að taka við sakramentinu en aðeins 11% þeirra sem telja sig demókrata. Sextíu kaþólskir þingmenn Demókrataflokksins skoruðu á biskupana að láta tillöguna niður falla í síðustu viku. Ted Lieu, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, skoraði á biskupana að setja hann út af sakramentinu vegna þess að hann styður hjónabönd samkynhneigðra, getnaðarvarnir og rétt kvenna til þess að velja þrátt fyrir að það gangi allt gegn kenningum kirkjunnar. Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Tillagan sem biskupastefna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum samþykkti með afgerandi meirihluta á föstudag snýst um að samdar verði leiðbeiningar um altarissakramentið, eitt af sjö sakramentum kaþólsku kirkjunnar. Íhaldssamir biskupar lögðu tillöguna fram til höfuðs Biden og öðrum stjórnmálamönnum og þekktum einstaklingum sem styðja stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Afar ólíklegt er að biskupunum verði að vilja sínum þegar uppi er staðið. Til þess að breytingarnar nái í gegn þarf annað hvort samhljóða samþykki þeirra allra eða stuðning tveggja af hverjum þremur auk vilyrði Páfagarðs að öðrum kosti. Hvorugt er talið mögulegt, að sögn New York Times. Þrátt fyrir það þykir samþykktin sæta tíðindum enda hunsuðu bandarísku biskuparnir hvatningu frá Frans páfa, sem er að nafninu til óskeikull leiðtogi kirkjunnar og fulltrúi guðs kaþólskra manna á jörðinni, um að hafna tillögunni. „Þeir sem gegna leiðtogahlutverki hafa sérstökum skyldum að gegna vegna þess hvað þeir eru áberandi opinberlega,“ sagði Kevin Rhoades, biskup í Indiana og formaður kennisetninganefndar biskupastefnunnar, eftir samþykktina. Hann er einn leiðtoga hreyfingar íhaldsmanna í kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum. Biden, sem er trúrækinn kaþólikki, hefur lítið viljað tjá sig um samþykktina og lýst henni sem „einkamáli“ sem hann telji að verði ekki að veruleika. Hann mætir reglulega í messu og erkibiskupinn í Washington-borg hefur þegar tekið af tvímæli um að honum verði ekki meinað um að ganga til altaris þar. Forsetinn hefur sagst persónulega andvígur þungunarrofi en að hann vilji ekki þvinga þeirri skoðun sinni á landsmenn sem eru á öndverðum meiði. Stuðningsfólk réttarins til þungunarrofs hafa tekið nokkrum forsetatilskipunum Biden sem sigri fyrir sig. Kevin Rhoades, biskup í Fort Wayne-South Bend í Indiana og formaður kennisetninganefndar kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum.AP/Biskupastefna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum Birtingarmynd flokkadrátta í bandarísku samfélagi Að tillaga sem gæti leitt til þess að forseta Bandaríkjanna og þekktasta kaþólikka landsins verði synjað um altarisgöngu hafi verið samþykkt á biskupaþinginu er sagt til marks um þá heiftúðugu skautun sem hefur orðið í bandarísku samfélagi undanfarin ár og áratugi. New York Times segir að hægrimönnum innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hafi vaxið ásmegin í forsetatíð Donalds Trump, forvera Biden í embætti. Hreyfing þeirra hefur lítinn áhuga á að fylgja áherslum Frans páfa í Róm á mannréttindi innflytjenda, fátækt og loftslagsbreytingar. Sex af hverjum tíu hvítum kaþólikkum í Bandaríkjunum eru nú skráðir í Repúblikanaflokk Trump en þeir voru fjórir af hverjum tíu árið 2000 samkvæmt könnun Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar. Repúblikanaflokkurinn berst fyrir takmörkun eða afnámi á rétti kvenna til þungunarrofs og var, líkt og kaþólska kirkjan, andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra á sínum tíma. Frans páfi hefur ekki tjáð sig um samþykkt bandarísku biskupanna. Það eitt og sér er sagt lýsandi fyrir hversu mikið kaþólsku biskuparnir í Bandaríkjunum hafa vikið frá stefnu páfans í Róm. Það sé ekki lengur í frásögu færandi að bandarískir kaþólikkar láti sig mótbárur Páfagarðs engu varða. Hafna því að tillagan tengist væntanlegum kosningum Umræður biskupanna fyrir atkvæðagreiðsluna um tillöguna á þinginu eru sagðar hafa verið heitar. Stuðningsmenn hennar sögðu nauðsynlegt að samþykkja breytingar á trúarlegum stoðum altarisgöngunnar vegna aðgerða Biden til að verja rétt kvenna til þungunarrofs. Minnihluti biskupanna varaði á móti við því að stjórn kirkjunnar virtist flokkspólitísk á sama tíma og hatrammar deilur einkenna stjórnmálalíf landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Í sama streng tekur David Campbell, prófessor í stjórnmálafræði við Notre Dame-háskóla. Samþykkt biskupanna fyrir helgi endurspegli að sömu átakalínur séu innan kaþólsku kirkjunnar og í bandarísku samfélagi almennt. „Því meiri athygli sem biskuparnir eyða í spurninguna um altarisgöngu, því meira skynjar fólk kirkjuna sem hluta af pólitískri baráttu sem eykur hættuna á að sumir kaþólikkar hrökklist burt,“ segir Campbell. Sumir biskupanna sem voru mótfallnir tillögunni umdeildu ýjuðu að því að asinn við að samþykkja hana á biskupastefnunni nú tengdist kosningum á næstu árum. Með henni fengju íhaldsmenn tól til þess að berja á frambjóðendum Demókrataflokksins sem styðja rétt til þungunarrofs. „Ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hvort að árin 2022 og 2024 tengist þessum flýti,“ sagði Robert M. Coerver, biskup í Lubbock í Texas og vísaði til þing- og forsetakosninga sem fara fram þessi ár. Rhoades, formaður kenninsetninganefndarinnar, hafnaði því að tillagan hefði nokkuð með kosningarnar að gera. Wilton Gregory, erkibiskup í Washington-borg, hefur þegar sagt að Biden forseti verði áfram velkomið að ganga til altaris í kirkjum í höfuðborginni.AP/Alex Brandon Meirihluti kaþólikka styður rétt til þungunarrofs Harðlínustefna biskupanna virðist minnihlutaskoðun á meðal bandarískra kaþólikka. Í könnun Pew sögðust 56% kaþólikka telja að þungunarrof ætti að vera löglegt í flestum eða öllum ríkjum Bandaríkjanna og 67% að Biden ætti að fá að ganga til altaris. Augljósir flokkadrættir voru þó í spurningunni um hvort að meina ætti forsetanum að ganga til altaris. Þannig sögðust 55% kaþólikka sem telja sig repúblikana að Biden ætti ekki að fá að taka við sakramentinu en aðeins 11% þeirra sem telja sig demókrata. Sextíu kaþólskir þingmenn Demókrataflokksins skoruðu á biskupana að láta tillöguna niður falla í síðustu viku. Ted Lieu, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, skoraði á biskupana að setja hann út af sakramentinu vegna þess að hann styður hjónabönd samkynhneigðra, getnaðarvarnir og rétt kvenna til þess að velja þrátt fyrir að það gangi allt gegn kenningum kirkjunnar.
Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira