Allt á floti alls staðar? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. júní 2021 08:01 Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun