Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 08:53 Hér má sjá geimfara dagsins. Mark og Jeff Bezos, Oliver Daemen og Wally Funk. Blue Origin Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. Þetta er fyrsta geimferð Blue Origin og með Bezos fara þau Mark Bezos, bróðir Jeff, Oliver Daemen og Wally Funk. Stefnt er að því að skjóta þeim á loft frá Texas klukkan eitt í dag, að íslenskum tíma. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Blue Origin af geimskotinu og aðdraganda þess. Samkvæmt áætlun á geimferðin að taka rétt rúmar tíu mínútur. Stefnt er að því að fljúga geimfarinu í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu. Sú lína táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Til samanburðar má benda á að Alþjóðageimstöðin er í um 420 kílómetra hæð yfir jörðu. #NewShepard is on the pad. The launch team completed vehicle rollout this morning and final preparations are underway. Liftoff is targeted for 8:00 am CDT / 13:00 UTC. Live broadcast begins at T-90 minutes on https://t.co/7Y4TherpLr. #NSFirstHumanFlight pic.twitter.com/oShmtRmA4n— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Richard Branson lét skjóta sér frá jörðu fyrir níu dögum en hann fór ekki yfir Káráman-línuna og Blue Origin hefur notað það til að skjóta á Virgin Galactic, samkeppnisaðila fyrirtækisins í geimferðamennsku. From the beginning, New Shepard was designed to fly above the Kármán line so none of our astronauts have an asterisk next to their name. For 96% of the world s population, space begins 100 km up at the internationally recognized Kármán line. pic.twitter.com/QRoufBIrUJ— Blue Origin (@blueorigin) July 9, 2021 Geimurinn Amazon Bandaríkin Tengdar fréttir Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þetta er fyrsta geimferð Blue Origin og með Bezos fara þau Mark Bezos, bróðir Jeff, Oliver Daemen og Wally Funk. Stefnt er að því að skjóta þeim á loft frá Texas klukkan eitt í dag, að íslenskum tíma. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Blue Origin af geimskotinu og aðdraganda þess. Samkvæmt áætlun á geimferðin að taka rétt rúmar tíu mínútur. Stefnt er að því að fljúga geimfarinu í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu. Sú lína táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Til samanburðar má benda á að Alþjóðageimstöðin er í um 420 kílómetra hæð yfir jörðu. #NewShepard is on the pad. The launch team completed vehicle rollout this morning and final preparations are underway. Liftoff is targeted for 8:00 am CDT / 13:00 UTC. Live broadcast begins at T-90 minutes on https://t.co/7Y4TherpLr. #NSFirstHumanFlight pic.twitter.com/oShmtRmA4n— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Richard Branson lét skjóta sér frá jörðu fyrir níu dögum en hann fór ekki yfir Káráman-línuna og Blue Origin hefur notað það til að skjóta á Virgin Galactic, samkeppnisaðila fyrirtækisins í geimferðamennsku. From the beginning, New Shepard was designed to fly above the Kármán line so none of our astronauts have an asterisk next to their name. For 96% of the world s population, space begins 100 km up at the internationally recognized Kármán line. pic.twitter.com/QRoufBIrUJ— Blue Origin (@blueorigin) July 9, 2021
Geimurinn Amazon Bandaríkin Tengdar fréttir Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30
Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16