Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 13:29 Fyrsta skrefinu skotið á loft. AP/TOny Gutierrez Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina. Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina.
Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53
Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19