Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. júlí 2021 09:00 Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar