Vonar að uppfært hættumat Bandaríkjamanna fæli ekki ferðamenn frá landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 12:33 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands vegna mikillar fjölgunar smitaðra hér á landi. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir einungis bólusetta Bandaríkjamenn ferðast til landsins og vonar því að tilmælin hafi lítil áhrif. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03