Ég er ekki ráðherra Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2021 13:01 Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar