„Eðlilegt líf“ undir kjafti byssunnar Einar Steinn Valgarðsson og Hjálmtýr Heiðdal skrifa 4. ágúst 2021 14:31 Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér. Stefán Einar Stefánsson blaðamaður skrifar grein í Morgunblaðið 6. maí með fyrirsögninni „Illa dulið gyðingahatur“. Grein Stefáns er svar við grein sem við skrifuðum um skrif Stefáns um rauðvínsframleiðslu á herteknu landi í Palestínu. Eins og alvanalegt er hjá þeim sem vilja verja ofbeldi Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum, þá byrjar Stefán grein sína á því að útmála okkur sem gyðingahatara, og ef trúa má Stefáni, þá höfum við tekið upp kyndilinn sem féll úr hendi Hitlers á sínum tíma. En ávirðingar Stefáns Einars í okkar garð eru ekki meginatriði, meginatriðið er að hann reynir að blekkja lesendur með fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Í grein Stefáns Einars er nokkrar lykilsetningar: „Í þessum aðstæðum gera almennir borgarar, jafnt Ísraelar og Palestínumenn, tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“. Enn fremur: „Er aðdáunarvert að fylgjast með fólkinu, m. a. á Vesturbakkanum, nýta sér ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu til að skapa sér og sínum góð lífsskilyrði...Þar starfa gyðingar og Palestínumenn hlið við hlið. Hagsmunir þeirra eru samofnir.“ Þessi skrif Stefáns eru annað hvort dæmi um hrópandi vanþekkingu eða sýna okkur að hann er sérlega ósvífinn. Við látum lesendum eftir að komast að niðurstöðu um það. Staðreyndin er sú að milljónir Palestínumanna, bæði þeir sem búa innan Ísraels og og þeir sem búa á Vesturbakkanum og Gaza, lifa ekki eðlilegu lífi, þ.e. ef menn telja eðlilegt líf að vera frjáls til orða og athafna, geta ferðast; í stuttu máli að njóta mannréttinda eins og siðsamt fólk telur að allir eigi að njóta. Það er ekki ógn frá Íran sem hindrar að lífið sé eðlilegt eins og Stefán skrifar, það er kúgun Ísraelsríkis á Palestínumönnum sem er orsök vandans. Palestínumenn sem búa innan Ísraels geta ekki valið sér bústað að eigin ósk, það er í raun þannig að stór hluti Ísraelsríkis er þeim lokaður þótt þeir teljist vera lögmætir íbúar landsins. Þeir geta sjaldnast fengið leyfi til að byggja hús. Þeir geta ekki endurheimt eigur sínar sem var stolið af þeim við stofnun Ísraelsríkis. Þeir geta ekki gifst ef ástin þeirra hlýtur ekki náð ísraelskra yfirvalda. Ekkert af þessu er eðlilegt og uppfyllir engar vonir þessa fólks. Og það er vegna þess að fólkið býr í ríki sem skilgreinir sig með lögum sem ríki meirihlutans en ekki ríki allra landsmanna burtséð frá uppruna og trú. Íbúar Vesturbakkans búa við hernám og eru ofurseldir Ísraelsher, sem ræður öllum samgöngum að geðþótta hermannanna. Palestínskir bændur eru rændir ökrum sínum og skotnir ef þeir mótmæla. Íbúar Vesturbakkans eru innikróaðir með múr sem klýfur byggðir þeirra og hindrar alla framþróun. Ísraelsher fangelsar börn og beitir þau bæði andlegum og líkamlegum pyntingum. Íbúar Austur-Jerúsalem missa hús sín í hendur ofsatrúargyðingum sem njóta stuðnings Ísraelshers. Íbúar Gazastrandarinnar eru í herkví, enginn fer þangað eða þaðan nema með leyfi Ísraelshers. Atvinnulíf er á heljarþröm sökum herkvíarinnar, vatn er af skornum skammti og einnig rafmagn, m.a. sökum þess að her Ísraels hindrar aðdrætti til viðgerða á tækjabúnaði. Fiskimenn á Gaza hætta lífi og limum er þeir reyna að sækja björg í bú. Varðbátar Ísraelshers hindra þá í að sækja gjöful fiskimið og hafa drepið marga sjómenn sem eru fyrirvinnur heimila sinna. Kannski útskýrir Stefán Einar fyrir okkur hvernig menn geti gert „tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“ við þessar aðstæður sem hér er lýst og eru hvergi ýktar eða fullnægjandi til að lýsa því ástandi sem þarna ríkir. Þessi fáránlega lýsing á „samofnum hagsmunum“ kúgarans og þess kúgaða er svo út úr kú að það læðist að manni sá grunur að Stefán Einar vilji ekki að orð hans séu tekin alvarlega. Það væri forvitnilegt að fá Stefán Einar til að lýsa lífinu á baðmullarökrum Suðurríkja Bandaríkjanna um 1850, bara smá greinarkorn um samofna hagsmuni þrælanna og þrælahaldarans! Stefán Einar heldur því fram að Félagið Ísland-Palestína sé móti tilveru Ísraelsríkis, að það sé opinber stefna félagsins. Þetta er rangt, á vefsíðu félagsins má lesa eftirfarandi um markmið félagsins: „Að beita sér fyrir því, að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraela og Palestínumanna á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.“ Stefán Einar, sem hvetur Íslendinga til þess að kaupa vín sem er framleitt með ólöglegum hætti á landi sem hefur verið stolið, virðist ekki sáttur við þá niðurstöðu okkar að hann styðji mannréttindabrot Ísraelsríkis. Allt sem Stefán Einar hefur skrifað um þetta „vínmál“ snýst um að segja að þetta sé hið besta mál og verður hann að fyrirgefa okkur ef við höfum dregið rangar ályktanir og að hann styðji alls ekki mannréttindabrotin sem hann skrifar svo glaðbeittur um. Hann verður þá að útskýra það fyrir okkur og lesendum. Höfundar eru félagar í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér. Stefán Einar Stefánsson blaðamaður skrifar grein í Morgunblaðið 6. maí með fyrirsögninni „Illa dulið gyðingahatur“. Grein Stefáns er svar við grein sem við skrifuðum um skrif Stefáns um rauðvínsframleiðslu á herteknu landi í Palestínu. Eins og alvanalegt er hjá þeim sem vilja verja ofbeldi Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum, þá byrjar Stefán grein sína á því að útmála okkur sem gyðingahatara, og ef trúa má Stefáni, þá höfum við tekið upp kyndilinn sem féll úr hendi Hitlers á sínum tíma. En ávirðingar Stefáns Einars í okkar garð eru ekki meginatriði, meginatriðið er að hann reynir að blekkja lesendur með fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Í grein Stefáns Einars er nokkrar lykilsetningar: „Í þessum aðstæðum gera almennir borgarar, jafnt Ísraelar og Palestínumenn, tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“. Enn fremur: „Er aðdáunarvert að fylgjast með fólkinu, m. a. á Vesturbakkanum, nýta sér ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu til að skapa sér og sínum góð lífsskilyrði...Þar starfa gyðingar og Palestínumenn hlið við hlið. Hagsmunir þeirra eru samofnir.“ Þessi skrif Stefáns eru annað hvort dæmi um hrópandi vanþekkingu eða sýna okkur að hann er sérlega ósvífinn. Við látum lesendum eftir að komast að niðurstöðu um það. Staðreyndin er sú að milljónir Palestínumanna, bæði þeir sem búa innan Ísraels og og þeir sem búa á Vesturbakkanum og Gaza, lifa ekki eðlilegu lífi, þ.e. ef menn telja eðlilegt líf að vera frjáls til orða og athafna, geta ferðast; í stuttu máli að njóta mannréttinda eins og siðsamt fólk telur að allir eigi að njóta. Það er ekki ógn frá Íran sem hindrar að lífið sé eðlilegt eins og Stefán skrifar, það er kúgun Ísraelsríkis á Palestínumönnum sem er orsök vandans. Palestínumenn sem búa innan Ísraels geta ekki valið sér bústað að eigin ósk, það er í raun þannig að stór hluti Ísraelsríkis er þeim lokaður þótt þeir teljist vera lögmætir íbúar landsins. Þeir geta sjaldnast fengið leyfi til að byggja hús. Þeir geta ekki endurheimt eigur sínar sem var stolið af þeim við stofnun Ísraelsríkis. Þeir geta ekki gifst ef ástin þeirra hlýtur ekki náð ísraelskra yfirvalda. Ekkert af þessu er eðlilegt og uppfyllir engar vonir þessa fólks. Og það er vegna þess að fólkið býr í ríki sem skilgreinir sig með lögum sem ríki meirihlutans en ekki ríki allra landsmanna burtséð frá uppruna og trú. Íbúar Vesturbakkans búa við hernám og eru ofurseldir Ísraelsher, sem ræður öllum samgöngum að geðþótta hermannanna. Palestínskir bændur eru rændir ökrum sínum og skotnir ef þeir mótmæla. Íbúar Vesturbakkans eru innikróaðir með múr sem klýfur byggðir þeirra og hindrar alla framþróun. Ísraelsher fangelsar börn og beitir þau bæði andlegum og líkamlegum pyntingum. Íbúar Austur-Jerúsalem missa hús sín í hendur ofsatrúargyðingum sem njóta stuðnings Ísraelshers. Íbúar Gazastrandarinnar eru í herkví, enginn fer þangað eða þaðan nema með leyfi Ísraelshers. Atvinnulíf er á heljarþröm sökum herkvíarinnar, vatn er af skornum skammti og einnig rafmagn, m.a. sökum þess að her Ísraels hindrar aðdrætti til viðgerða á tækjabúnaði. Fiskimenn á Gaza hætta lífi og limum er þeir reyna að sækja björg í bú. Varðbátar Ísraelshers hindra þá í að sækja gjöful fiskimið og hafa drepið marga sjómenn sem eru fyrirvinnur heimila sinna. Kannski útskýrir Stefán Einar fyrir okkur hvernig menn geti gert „tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“ við þessar aðstæður sem hér er lýst og eru hvergi ýktar eða fullnægjandi til að lýsa því ástandi sem þarna ríkir. Þessi fáránlega lýsing á „samofnum hagsmunum“ kúgarans og þess kúgaða er svo út úr kú að það læðist að manni sá grunur að Stefán Einar vilji ekki að orð hans séu tekin alvarlega. Það væri forvitnilegt að fá Stefán Einar til að lýsa lífinu á baðmullarökrum Suðurríkja Bandaríkjanna um 1850, bara smá greinarkorn um samofna hagsmuni þrælanna og þrælahaldarans! Stefán Einar heldur því fram að Félagið Ísland-Palestína sé móti tilveru Ísraelsríkis, að það sé opinber stefna félagsins. Þetta er rangt, á vefsíðu félagsins má lesa eftirfarandi um markmið félagsins: „Að beita sér fyrir því, að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraela og Palestínumanna á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.“ Stefán Einar, sem hvetur Íslendinga til þess að kaupa vín sem er framleitt með ólöglegum hætti á landi sem hefur verið stolið, virðist ekki sáttur við þá niðurstöðu okkar að hann styðji mannréttindabrot Ísraelsríkis. Allt sem Stefán Einar hefur skrifað um þetta „vínmál“ snýst um að segja að þetta sé hið besta mál og verður hann að fyrirgefa okkur ef við höfum dregið rangar ályktanir og að hann styðji alls ekki mannréttindabrotin sem hann skrifar svo glaðbeittur um. Hann verður þá að útskýra það fyrir okkur og lesendum. Höfundar eru félagar í Félaginu Ísland-Palestína
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun