Boraði fyrstu holuna á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 15:00 Hér má sjá fyrstu holu Perseverance á Mars af 35. NASA/JPL-Caltech Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. Samkvæmt grein sem yfirmaður verkefnisins birti á vef NASA í gær stendur til að taka alls um 35 sambærileg sýni á Mars á næstu árum. Sýni þessi verða rannsökuð um borð í Perseverance, með þeim tækjum sem þar eru í boði, en vísindamenn vonast til þess að senda annað geimfar til að sækja sýnin og flytja þau aftur til jarðarinnar á næstu árum svo hægt verði að rannsaka þau enn betur. My first drill hole on Mars! Collecting and storing rock samples is a big and complex task, and this is a huge step. Next step: processing. #SamplingMarshttps://t.co/Ex1QDo3eC2 pic.twitter.com/JvrZcZ1NPm— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) August 6, 2021 Perseverance lenti í Jezero-gígnum á Mars í febrúar en hann var fullur af vatni á árum áður. Því þykir mögulegt að ummerki örvera finnist í jarðveginum, ef þær hafa á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Nánari upplýsingar um Perseverance, tækjabúnað vélmennisins og tilraunir má finna hér að neðan. Vísindamenn notuðu vélmennið í vor til að vinna súrefni úr andrúmslofti Mars í fyrsta sinn. Þeirri könnun var ætla að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. Perseverance var ekki sent eitt til Mars en því fylgdi lítil þyrla sem kallast Ingenuity. Ingenuity er fyrsta farartækið sem flogið hefur undir eigin afli á öðrum hnetti. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Upprunalega átti þyrlan einungis að fljúga fimm sinnum en sá áfangi náðist fljótt og er enn verið að fljúga henni. Þessi mynd var tekin af þyrlunni Ingenuity á flugi yfir yfirborð Mars.NASA/JPL-Caltech Nú síðast var hún látin fljúga 380 metra á rúmum tveimur mínútum á stað þar sem þyrlan á að nota sem flugvöll til frekari flugferða sem ætlað er að nota til að aðstoða Perseverance. Það var ellefta flugferð Ingenuity. Hægt er að nota Ingenuity til að taka myndir af umhverfi Perseverance. Þær myndir eru svo notaðar til að finna bestu leiðina fyrir Perseverance og bestu staðina til að taka sýni. #MarsHelicopter has safely flown to a new location! Ingenuity flew for 130.9 seconds and traveled about 380 meters before landing at a spot that will set up a series of future reconnaissance flights to help @NASAPersevere in its search for ancient microbial life. pic.twitter.com/XmIjmDzlyP— NASA JPL (@NASAJPL) August 5, 2021 Geimurinn Mars Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu. 5. ágúst 2021 09:44 SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. 4. ágúst 2021 09:28 Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. 29. júlí 2021 18:40 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Samkvæmt grein sem yfirmaður verkefnisins birti á vef NASA í gær stendur til að taka alls um 35 sambærileg sýni á Mars á næstu árum. Sýni þessi verða rannsökuð um borð í Perseverance, með þeim tækjum sem þar eru í boði, en vísindamenn vonast til þess að senda annað geimfar til að sækja sýnin og flytja þau aftur til jarðarinnar á næstu árum svo hægt verði að rannsaka þau enn betur. My first drill hole on Mars! Collecting and storing rock samples is a big and complex task, and this is a huge step. Next step: processing. #SamplingMarshttps://t.co/Ex1QDo3eC2 pic.twitter.com/JvrZcZ1NPm— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) August 6, 2021 Perseverance lenti í Jezero-gígnum á Mars í febrúar en hann var fullur af vatni á árum áður. Því þykir mögulegt að ummerki örvera finnist í jarðveginum, ef þær hafa á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Nánari upplýsingar um Perseverance, tækjabúnað vélmennisins og tilraunir má finna hér að neðan. Vísindamenn notuðu vélmennið í vor til að vinna súrefni úr andrúmslofti Mars í fyrsta sinn. Þeirri könnun var ætla að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. Perseverance var ekki sent eitt til Mars en því fylgdi lítil þyrla sem kallast Ingenuity. Ingenuity er fyrsta farartækið sem flogið hefur undir eigin afli á öðrum hnetti. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Upprunalega átti þyrlan einungis að fljúga fimm sinnum en sá áfangi náðist fljótt og er enn verið að fljúga henni. Þessi mynd var tekin af þyrlunni Ingenuity á flugi yfir yfirborð Mars.NASA/JPL-Caltech Nú síðast var hún látin fljúga 380 metra á rúmum tveimur mínútum á stað þar sem þyrlan á að nota sem flugvöll til frekari flugferða sem ætlað er að nota til að aðstoða Perseverance. Það var ellefta flugferð Ingenuity. Hægt er að nota Ingenuity til að taka myndir af umhverfi Perseverance. Þær myndir eru svo notaðar til að finna bestu leiðina fyrir Perseverance og bestu staðina til að taka sýni. #MarsHelicopter has safely flown to a new location! Ingenuity flew for 130.9 seconds and traveled about 380 meters before landing at a spot that will set up a series of future reconnaissance flights to help @NASAPersevere in its search for ancient microbial life. pic.twitter.com/XmIjmDzlyP— NASA JPL (@NASAJPL) August 5, 2021
Geimurinn Mars Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu. 5. ágúst 2021 09:44 SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. 4. ágúst 2021 09:28 Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. 29. júlí 2021 18:40 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu. 5. ágúst 2021 09:44
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30
Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. 4. ágúst 2021 09:28
Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. 29. júlí 2021 18:40