Hjarðónæmi og sóttvarnir Ari Tryggvason skrifar 9. ágúst 2021 09:30 Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður. Þetta hafa þeir báðir sagt, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sá fyrri í Sjónvarpsfréttum laugardagsins og sá síðari í Sprengisandi Bylgjunnar, sunnudagsmorgun. Þetta væru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi og góð sinnaskipti frá margbreytilegum sóttvarnaraðgerðum, nema að það gæti verið fullseint. Faraldsfræðin Ég er hvorki læknir né faraldsfræðingur en ég get hins vegar leitað í smiðju þeirra. Knut Wittkowski, doktor í tölvunarfræði og faraldsfræðingur hefur gagnrýnt þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins víðast hvar. Faraldsfræðin er jú sú fræði er tekur m.a. á dreifingu smitsjúkdóma meðal almennings. Ekki er hægt að stöðva faraldur, einungis er hægt að stýra honum. Þar sem Covid-19 herjar síst á ungt og heilbrigt fólk, hefði út frá hefðbundnum fræðum faraldsfræðinnar, átt að haga öllum sóttvörnum með tilliti til þess. Það hefði átti að verja þau gömlu og veiku en vera ekki með neinar varnir meðal hinna ungu og heilbrigðu. Einhverra hluta vegna flöskuðu menn algerlega á síðara atriðinu. Samkvæmt Wittowski stendur valið á milli þess að faraldurinn dreifist á meðal hinna ungu og heilbrigðu og valda fáum dauðsföllum eða á meðal hinna gömlu og veiku og valda mörgum dauðsföllum. Við getum ekki sigrað náttúruna, segir Wittkowski. Við værum komin með hjarðónæmi ef við hefðum ekki beitt sóttvarnaraðgerðum og hægt þannig á faraldrinum og framlengt. Þannig gert öflugri afbrigðum auðveldara um vik. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, margvíslegar takmarkanir, fletja út kúrfuna og seinka því að við náum hjarðónæmi og auka líkurnar á stökkbreytingu veirunnar. Hvernig við höfum tekið á viðlíka faröldrum áður, skynsamlega og rökrétt og engin ástæða hefur verið til að gera það öðruvísi nú. Ef vilji er til þess að gefa bóluefni svo flýta megi myndun hjarðónæmis en á sama tíma skylda fólk til að vera með grímur samhliða lokunum sem hægir á myndun hjarðónæmis, er það líkt og við stígum á eldsneytisgjöfina og bremsurnar samtímis. Sóttvarnalæknir reyndi í Sjónvarpsfréttum sunnudagsins að draga í land. Engu að síður stendur það sem Kári sagði. Ég spyr því, hvers vegna leyfðu sóttvarnaryfirvöld ekki faraldrinum að dreifast hindrunarlaust í upphafi, meðal hinna ungu og hraustu og vernda hina, til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með þessu móti væri faraldurinn löngu yfirstaðinn og við gætum lifað frjáls og eðlilegu lífi. Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar