Fangelsismál á Íslandi og kostnaður við fanga Jóhann Sigmarsson skrifar 10. ágúst 2021 09:51 Kostnaður vegna sérhvers fanga er staðlaður um ISK 10.000.000 á ári. Við stefnum að því að lækka hann verulega. Við viljum að það verði tekið upp nýtt kerfi og almenn lög varðandi vistun fanga verða endurskoðuð. Þeir sem fremja smávægilega glæpi geta búið heima hjá sér á meðan að afplánun stendur yfir og þeir fá öklaband. Ferðafrelsi verður skert á meðan á afplánun stendur. Fangelsismálastofnun skal, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir fanga sé það talið nauðsynlegt að mati sérfræðinga Fangelsismálastofnunar. Áætlunina skal gera eins fljótt og kostur er eftir að afplánun hefst og endurskoða eftir atvikum meðan á afplánun stendur. Fanga er óheimilt að neyta áfengis, ávana- og fíkniefna á tímabilinu. Þeir þurfa að mæta hjá skilorðsfulltrúa a.m.k. einu sinni í viku. Þeir skulu gegna samfélagsþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum eða fyrirtækjum á lægri launum, einnig er þeim heimilt að stunda nám. Fanga skal greiða þóknun fyrir ástundun vinnu eða náms. Sé ekki unnt að útvega fanga vinnu, eða hann getur samkvæmt læknisvottorði ekki sinnt vinnuskyldu eða námi, skal hann fá greidda dagpeninga fyrir þá daga sem hann hefði ella unnið. Ráðherra ákveður fjárhæð dagpeninga með gjaldskrá og skal hún miðast við að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Nú gefst fanga kostur á vinnu eða námi eða hann útvegar sér hana sjálfur og fær hann þá ekki dagpeninga. Sama gildir um fanga sem vikið er úr vinnu eða námi eða neitar að vinna eða vera í námi án gildrar ástæðu. Fangi sem fær greiðslur frá Tryggingastofnun missir rétt til dagpeninga frá Fangelsismálastofnun. Öklabandið styttir það verulega að fangar geti hafið afplánun. Greiðsla skaðabóta Dagpeninga og þóknun fanga má taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum sem fangi verður ábyrgur fyrir meðan á afplánun stendur, þar á meðal skuldum sem hann hefur stofnað til við fangelsi. Þó skal ekki heimilt að taka meira en fjórðung af dagpeningum eða launum til slíkra greiðslna. Eigi fangar við vandamál að stríða skulu þeir fá uppfræðslu og viðeigandi meðferð hjá lækni eða stofnun. Þeir sem að hafa framið alvarleg auðgunarbrot verður meinað að eiga viðskipti á Íslandi og á alþjóðlegum grundvelli innan tímamarka sem geta verið frá 5 til 15 ára. Eignir þeirra verða frystar og gerðar upp. Greiddar verða skaðabætur fyrir þá sem að hafa fyrir þeim orðið. Allt annað verður gert upp í ríkissjóð til að styrkja atvinnusköpun og uppbyggingu innviða. Skoðað verður að setja ný lög um þá sem að hafa framið alvarlega glæpi verði sendir úr landi í fangelsi til lengri tíma. Samið verður þá í framhaldinu við önnur ríki um viðtöku þeirra fanga með sem lægstum tilkostnaði fyrir samfélagið. Fangelsismál verða skoðuð og fangelsum verður almennt lokað í landinu. Í stað þess verður tekið upp eitt gæsluvarðhaldsfangelsi. Einstaklingar af erlendu bergi brotnir sem að uppvísir verða af alvarlegum glæpum verða sendir til heimalands síns til afplánunar. Þeir verða sviptir því að koma til Íslands í ákveðinn tíma þegar að afplánun er lokið eftir alvarleika afbrotsins. Kostnaður vegna fanga verður lækkaður verulega. Tekið verður á réttarkerfinu og lögum er það varða í landinu. Yfirvöld sem vanrækja rannsóknir meintra sakamála verða látin sæta ábyrgð skv. lögum. Það er öllum boðið í Landsflokkinn og við höfnum engum Landsflokkurinn er nýstofnaður stjórnmálaflokkur með heiðarleika og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eftir kosningar hyggst hann starfa með öllum þeim flokkum sem láta sig velferð, félagshyggju, jafnrétti og umhverfis- og mannúðarmál varða og eru tilbúnir að varðveita réttindi þeirra verst settu í þjóðfélaginu, réttlæti, frelsi og nauðsynlegan stöðugleika í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Við viljum að skattar sem greiddir eru til ríkisins séu að mestu leyti notaðir til að styrkja innviði og stoðir samfélagsins alls. Flokkurinn er stofnaður til að þjóna almenningi í landinu. Við berjumst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun á fólki, til dæmis eftir kynþætti, kynferði, tungumáli, trúarbrögðum, þjóðerni, fötlun, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum og munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífsins. Til að mynda er einn fyrrverandi fangi, Mattías Máni Erlingsson að hjálpa við framboðið og hefur hann staðið sig með mikilli príði. Hann hefur ákveðnar skoðanir sem að eru innlegg inn í umræðuna um fanga og fangelsismál. Við sem að stofnuðum Landsflokkinn stöndum með honum eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins. Það að hann sé að fara bjóða sig fram fyrir flokkinn eru úr lausu lofti gripnar. Það hefur ekki komið til tals á milli okkar þessa tæplega 4 mánuði sem að ég og Mattías höfum þekkst. Einlæg játning frá fyrrverandi fanga sem að óskar eftir öðru tækifæri til að láta gott af sér leiða Við erum líka fólk. Flestir fangar lenda i kast við lögin út af áfengis og fíkniefnaneyslu og það átti við í mínu tilviki líka. Besta leiðin að vinna gegn þvi er AA sem að er lykilinn að betri árangri. Þorlákur Morthens eða Tolli sem að hefur verið að starfa með föngum kynnti mig fyrir AA og hugleiðslu þegar að ég sat inni fyrir brot mín. Það var mikill vonargeisli á meðan ég afplánaði dóm minn. Þar með er rökkrétt að segja að árangur náist í leiðinni á góðu sjálfhjáparstarfi með aðhaldi frá sálfræðingum og hjá geðlæknum. Sjálfsagt eru margir fangar með undirligjandi geðraskanir sem að ef til vill neysla áfengis og fíkniefna hefur svo ýtt duglega undir. Efling á sálfræðistarfi og starfi geðlækna í fangelsum er lika mjög góð aðferð sem virkar vel með AA. Fangar standa undir miklu andlegu álagi að vera sviptir frelsi og að vera læstir inni. Ég held að gott væri líka að efla trúarstarfsemi i fangelsum og hafa reglulegar guðþjónustur með tilliti til trúarjatninga, hvers og eins. Alkaholismi er andlegt mein, þannig að svarið við þvi er andleg vinna sem að hver og einn þarf að fara í gegnum. Að bjóða AA-samtökunum í fangelsi hér á landi eru mjög góð leið um hvernig er hægt að vinna úr margvíslegum vandamálum fyrir fanga til að snúa sér að betra liferni. Ég er mjög þakklátur öllum AA-mönnum sem að komu með fundi í fangelsin þegar að ég sat inni. Það mætti styrka AA starfið innan fangelsisveggjanna. Það mætti bæta meðferðarúrræði fyrir fanga en frekar til að koma þeim á rétta braut í lífinu aftur. Sérstaklega eru fyrrum fangar viðkvæmir þegar að afplánun er lokið og mætti íhuga leiðir hvernig væri hægt að mýkja lendinguna. Starfið á verndinni eða í opnum fangelsum og félegsráðgjóf eru góð nú þegar. Sjálfsagt verður hver einstæklingur fyrir sig að taka ákvörðun um það hvernig hann vill svo halda áfram, eftir að hafa tekið út dóm. Eru hér heiðarleiki, æðruleysi og einlægni lykilatriði að bættu líferni. Eins og John Wayne, ein mesta vestramyndahetja allra tíma orðaði það; “Sérhver maður á skilið að fá annað tækifæri, en hafið augun á honum.” Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Fangelsismál Skoðun: Kosningar 2021 Jóhann Sigmarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kostnaður vegna sérhvers fanga er staðlaður um ISK 10.000.000 á ári. Við stefnum að því að lækka hann verulega. Við viljum að það verði tekið upp nýtt kerfi og almenn lög varðandi vistun fanga verða endurskoðuð. Þeir sem fremja smávægilega glæpi geta búið heima hjá sér á meðan að afplánun stendur yfir og þeir fá öklaband. Ferðafrelsi verður skert á meðan á afplánun stendur. Fangelsismálastofnun skal, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir fanga sé það talið nauðsynlegt að mati sérfræðinga Fangelsismálastofnunar. Áætlunina skal gera eins fljótt og kostur er eftir að afplánun hefst og endurskoða eftir atvikum meðan á afplánun stendur. Fanga er óheimilt að neyta áfengis, ávana- og fíkniefna á tímabilinu. Þeir þurfa að mæta hjá skilorðsfulltrúa a.m.k. einu sinni í viku. Þeir skulu gegna samfélagsþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum eða fyrirtækjum á lægri launum, einnig er þeim heimilt að stunda nám. Fanga skal greiða þóknun fyrir ástundun vinnu eða náms. Sé ekki unnt að útvega fanga vinnu, eða hann getur samkvæmt læknisvottorði ekki sinnt vinnuskyldu eða námi, skal hann fá greidda dagpeninga fyrir þá daga sem hann hefði ella unnið. Ráðherra ákveður fjárhæð dagpeninga með gjaldskrá og skal hún miðast við að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Nú gefst fanga kostur á vinnu eða námi eða hann útvegar sér hana sjálfur og fær hann þá ekki dagpeninga. Sama gildir um fanga sem vikið er úr vinnu eða námi eða neitar að vinna eða vera í námi án gildrar ástæðu. Fangi sem fær greiðslur frá Tryggingastofnun missir rétt til dagpeninga frá Fangelsismálastofnun. Öklabandið styttir það verulega að fangar geti hafið afplánun. Greiðsla skaðabóta Dagpeninga og þóknun fanga má taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum sem fangi verður ábyrgur fyrir meðan á afplánun stendur, þar á meðal skuldum sem hann hefur stofnað til við fangelsi. Þó skal ekki heimilt að taka meira en fjórðung af dagpeningum eða launum til slíkra greiðslna. Eigi fangar við vandamál að stríða skulu þeir fá uppfræðslu og viðeigandi meðferð hjá lækni eða stofnun. Þeir sem að hafa framið alvarleg auðgunarbrot verður meinað að eiga viðskipti á Íslandi og á alþjóðlegum grundvelli innan tímamarka sem geta verið frá 5 til 15 ára. Eignir þeirra verða frystar og gerðar upp. Greiddar verða skaðabætur fyrir þá sem að hafa fyrir þeim orðið. Allt annað verður gert upp í ríkissjóð til að styrkja atvinnusköpun og uppbyggingu innviða. Skoðað verður að setja ný lög um þá sem að hafa framið alvarlega glæpi verði sendir úr landi í fangelsi til lengri tíma. Samið verður þá í framhaldinu við önnur ríki um viðtöku þeirra fanga með sem lægstum tilkostnaði fyrir samfélagið. Fangelsismál verða skoðuð og fangelsum verður almennt lokað í landinu. Í stað þess verður tekið upp eitt gæsluvarðhaldsfangelsi. Einstaklingar af erlendu bergi brotnir sem að uppvísir verða af alvarlegum glæpum verða sendir til heimalands síns til afplánunar. Þeir verða sviptir því að koma til Íslands í ákveðinn tíma þegar að afplánun er lokið eftir alvarleika afbrotsins. Kostnaður vegna fanga verður lækkaður verulega. Tekið verður á réttarkerfinu og lögum er það varða í landinu. Yfirvöld sem vanrækja rannsóknir meintra sakamála verða látin sæta ábyrgð skv. lögum. Það er öllum boðið í Landsflokkinn og við höfnum engum Landsflokkurinn er nýstofnaður stjórnmálaflokkur með heiðarleika og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eftir kosningar hyggst hann starfa með öllum þeim flokkum sem láta sig velferð, félagshyggju, jafnrétti og umhverfis- og mannúðarmál varða og eru tilbúnir að varðveita réttindi þeirra verst settu í þjóðfélaginu, réttlæti, frelsi og nauðsynlegan stöðugleika í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Við viljum að skattar sem greiddir eru til ríkisins séu að mestu leyti notaðir til að styrkja innviði og stoðir samfélagsins alls. Flokkurinn er stofnaður til að þjóna almenningi í landinu. Við berjumst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun á fólki, til dæmis eftir kynþætti, kynferði, tungumáli, trúarbrögðum, þjóðerni, fötlun, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum og munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífsins. Til að mynda er einn fyrrverandi fangi, Mattías Máni Erlingsson að hjálpa við framboðið og hefur hann staðið sig með mikilli príði. Hann hefur ákveðnar skoðanir sem að eru innlegg inn í umræðuna um fanga og fangelsismál. Við sem að stofnuðum Landsflokkinn stöndum með honum eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins. Það að hann sé að fara bjóða sig fram fyrir flokkinn eru úr lausu lofti gripnar. Það hefur ekki komið til tals á milli okkar þessa tæplega 4 mánuði sem að ég og Mattías höfum þekkst. Einlæg játning frá fyrrverandi fanga sem að óskar eftir öðru tækifæri til að láta gott af sér leiða Við erum líka fólk. Flestir fangar lenda i kast við lögin út af áfengis og fíkniefnaneyslu og það átti við í mínu tilviki líka. Besta leiðin að vinna gegn þvi er AA sem að er lykilinn að betri árangri. Þorlákur Morthens eða Tolli sem að hefur verið að starfa með föngum kynnti mig fyrir AA og hugleiðslu þegar að ég sat inni fyrir brot mín. Það var mikill vonargeisli á meðan ég afplánaði dóm minn. Þar með er rökkrétt að segja að árangur náist í leiðinni á góðu sjálfhjáparstarfi með aðhaldi frá sálfræðingum og hjá geðlæknum. Sjálfsagt eru margir fangar með undirligjandi geðraskanir sem að ef til vill neysla áfengis og fíkniefna hefur svo ýtt duglega undir. Efling á sálfræðistarfi og starfi geðlækna í fangelsum er lika mjög góð aðferð sem virkar vel með AA. Fangar standa undir miklu andlegu álagi að vera sviptir frelsi og að vera læstir inni. Ég held að gott væri líka að efla trúarstarfsemi i fangelsum og hafa reglulegar guðþjónustur með tilliti til trúarjatninga, hvers og eins. Alkaholismi er andlegt mein, þannig að svarið við þvi er andleg vinna sem að hver og einn þarf að fara í gegnum. Að bjóða AA-samtökunum í fangelsi hér á landi eru mjög góð leið um hvernig er hægt að vinna úr margvíslegum vandamálum fyrir fanga til að snúa sér að betra liferni. Ég er mjög þakklátur öllum AA-mönnum sem að komu með fundi í fangelsin þegar að ég sat inni. Það mætti styrka AA starfið innan fangelsisveggjanna. Það mætti bæta meðferðarúrræði fyrir fanga en frekar til að koma þeim á rétta braut í lífinu aftur. Sérstaklega eru fyrrum fangar viðkvæmir þegar að afplánun er lokið og mætti íhuga leiðir hvernig væri hægt að mýkja lendinguna. Starfið á verndinni eða í opnum fangelsum og félegsráðgjóf eru góð nú þegar. Sjálfsagt verður hver einstæklingur fyrir sig að taka ákvörðun um það hvernig hann vill svo halda áfram, eftir að hafa tekið út dóm. Eru hér heiðarleiki, æðruleysi og einlægni lykilatriði að bættu líferni. Eins og John Wayne, ein mesta vestramyndahetja allra tíma orðaði það; “Sérhver maður á skilið að fá annað tækifæri, en hafið augun á honum.” Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar