Látum okkur þetta varða! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:01 Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Afganistan Framsóknarflokkurinn Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar