Kolin í Kína Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 19. ágúst 2021 15:39 Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Loftslagsmál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun