Enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi? Árni Múli Jónasson skrifar 1. september 2021 09:01 Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Sjá meira
Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun