Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 11:49 Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu í gærkvöldi. Nýja brúin til vinstri, sú gamla til hægri. Egill Aðalsteinsson Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn: Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn:
Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56
Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30